Svindlarar segja Gylfa hættan í boltanum og hala inn peningum á Bitcoin Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 21:08 Falsfréttinni er stillt upp þannig að Gylfi hafi verið í sjónvarpsviðtali um málið við fréttakonu sjónvarpsstöðvar í Los Angeles. Svikarar sem héldu því fram á dögunum að Ólafur Jóhann Ólafsson hefði hannað Bitcoin-kerfi sem breytt hafi lífi fjölmargra Íslendinga hafa nú snúið sér að Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni í fótbolta. Í sambærilegri falsfrétt sem er nú á dreifingu á Facebook segir að Gylfi hafi hætt í boltanum og hali nú inn peningum með „Bitcoin Code“ kerfinu sem hann á sjálfur að hafa þróað. Í keyptri auglýsingu á Facebook segir að forritið sem Gylfi hafi búið til muni tryggja bjarta fjárhagslega framtíð fyrir alla Íslendinga.Færsla sem fjallar um hina meintu björtu framtíð Íslendinga.Falsfréttinni er stillt upp þannig að Gylfi hafi verið í sjónvarpsviðtali um málið við fréttakonu sjónvarpsstöðvar í Los Angeles. Einhverra hluta vegna á Gylfi þó að vera staddur á strönd í Pretoríu í Suður-Afríku.Sjá einnig: Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við svikamyllum sem þessari. Þær auglýsa starfsemi sína á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líti sannfærandi út. Lögreglan segir að erfitt geti reynst að endurheimta peninga, láti einhver ginnast af svikunum. Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Svikarar sem héldu því fram á dögunum að Ólafur Jóhann Ólafsson hefði hannað Bitcoin-kerfi sem breytt hafi lífi fjölmargra Íslendinga hafa nú snúið sér að Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni í fótbolta. Í sambærilegri falsfrétt sem er nú á dreifingu á Facebook segir að Gylfi hafi hætt í boltanum og hali nú inn peningum með „Bitcoin Code“ kerfinu sem hann á sjálfur að hafa þróað. Í keyptri auglýsingu á Facebook segir að forritið sem Gylfi hafi búið til muni tryggja bjarta fjárhagslega framtíð fyrir alla Íslendinga.Færsla sem fjallar um hina meintu björtu framtíð Íslendinga.Falsfréttinni er stillt upp þannig að Gylfi hafi verið í sjónvarpsviðtali um málið við fréttakonu sjónvarpsstöðvar í Los Angeles. Einhverra hluta vegna á Gylfi þó að vera staddur á strönd í Pretoríu í Suður-Afríku.Sjá einnig: Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við svikamyllum sem þessari. Þær auglýsa starfsemi sína á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líti sannfærandi út. Lögreglan segir að erfitt geti reynst að endurheimta peninga, láti einhver ginnast af svikunum. Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira