Netflix-þáttaröð tekin upp við Skógafoss næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2018 12:37 Frá Skógafossi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56
Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43
Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42