Íslendingar langt á eftir öðrum þjóðum í netöryggismálum Höskuldur Kári Schram skrifar 5. september 2018 18:45 Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að Íslendingar séu langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að netöryggismálum og nauðsynlegt sé að fara í stórátak til að efla varnir gegn netárárásum. Netárásir eru daglegt brauð í hinum stafræna heimi og nánast öll fyrirtæki og allar stofnanir geta reiknað með því að verða á einhverjum tímapunkti fyrir slíkri árás. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá net- og upplýsingafyrirtækinu Syndis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ástandið í netöryggismálum hér á landi væri afar slæmt. „Það er eiginlega hálf sorglegt að við skulum sjá sömu veikleikana sérstaklega í hugbúnaði ár eftir ár eftir ár og fer ekki batnandi. Ef ég á að vera svartsýnn þá myndi ég segja að ástandið væri bara mjög slæmt,“ segir Theodór. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir mjög erfitt að meta umfang netárása á íslensk fyrirtæki. „Það má gera ráð fyrir því að við séum í nákvæmlega sömu stöðu og aðrar þjóðir þar sem eru stöðugar netárásir í gangi alla daga allt árið. Það má gera ráð fyrir því að svo sé líka hér á Íslandi,“ segir Hrafnkell. Nýlega varð Veðurstofa Íslands fyrir netárás sem varð til þess að einstakar mælistöðvar úti á landi hættu að senda gögn. „Skynjarakerfi Veðurstofunnar vaktar ýmiss konar náttúrustöður á Íslandi. Veður, eldgos og ég veit ekki hvað. Ef það hefði farið þannig að skynjarar hefðu ekki virkað þegar á þurfti að halda þá hefði þetta verið dauðans alvara,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir að efla þurfi netöryggi verulega hér á land. Hann bindur vonir við frumarp sem nú er í smíðum hjá samgönguráðuneytinu og segir nauðsynlegt að koma upp samhæfingu milli aðila til að samræma aðgerðir gegn árásum. „Við erum langt á eftir nágrannalöndum okkar hvað þessi mál varðar. Víða erlendis eru settir verulegir fjármunir og tími og mannskapur í það að vinna þessa vinnu. Hér á landi er þetta ennþá mjög takmarkað,“ segir Hrafnkell. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að Íslendingar séu langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að netöryggismálum og nauðsynlegt sé að fara í stórátak til að efla varnir gegn netárárásum. Netárásir eru daglegt brauð í hinum stafræna heimi og nánast öll fyrirtæki og allar stofnanir geta reiknað með því að verða á einhverjum tímapunkti fyrir slíkri árás. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá net- og upplýsingafyrirtækinu Syndis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ástandið í netöryggismálum hér á landi væri afar slæmt. „Það er eiginlega hálf sorglegt að við skulum sjá sömu veikleikana sérstaklega í hugbúnaði ár eftir ár eftir ár og fer ekki batnandi. Ef ég á að vera svartsýnn þá myndi ég segja að ástandið væri bara mjög slæmt,“ segir Theodór. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir mjög erfitt að meta umfang netárása á íslensk fyrirtæki. „Það má gera ráð fyrir því að við séum í nákvæmlega sömu stöðu og aðrar þjóðir þar sem eru stöðugar netárásir í gangi alla daga allt árið. Það má gera ráð fyrir því að svo sé líka hér á Íslandi,“ segir Hrafnkell. Nýlega varð Veðurstofa Íslands fyrir netárás sem varð til þess að einstakar mælistöðvar úti á landi hættu að senda gögn. „Skynjarakerfi Veðurstofunnar vaktar ýmiss konar náttúrustöður á Íslandi. Veður, eldgos og ég veit ekki hvað. Ef það hefði farið þannig að skynjarar hefðu ekki virkað þegar á þurfti að halda þá hefði þetta verið dauðans alvara,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir að efla þurfi netöryggi verulega hér á land. Hann bindur vonir við frumarp sem nú er í smíðum hjá samgönguráðuneytinu og segir nauðsynlegt að koma upp samhæfingu milli aðila til að samræma aðgerðir gegn árásum. „Við erum langt á eftir nágrannalöndum okkar hvað þessi mál varðar. Víða erlendis eru settir verulegir fjármunir og tími og mannskapur í það að vinna þessa vinnu. Hér á landi er þetta ennþá mjög takmarkað,“ segir Hrafnkell.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent