„Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 16:05 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Breytum ekki kvennavinnustöðum; vandamálið er ekki að það vanti karla í kvennastörfin, vandamálið er að kvennastörfin eru verðlögð af innblásinni og grimmilegri nísku og að enginn hefur viljað segja sjúku arðráninu á verka og láglaunakonum, þeim sem vinna konuvinnuna, stríð á hendur,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, á samstöðufundi kvenna á Arnarhóli rétt í þessu. Hún sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Þannig sýna þær þjóðfélaginu óumdeilt og stórkostlegt mikilvægi kvenna og dregið fram í dagsljósið það hneyksli að konur þurfi að þola að vera verðlagðar lægra en karlmenn fyrir vinnuframlag sitt. Sólveig sagði konur ekki þurfa karlmannshendur til að vinna störf kvenna. „Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. „Við verka og láglaunakonur ætlum að viðurkenna, allar sem ein, að það er engin leið, engin, til að tryggja gott og frjálst líf fyrir verkakonur nema að hér verði farið í endurúthlutun á gæðunum; að berjast fyrir því að vinnuaflið fái eðlilegan og réttlátan skerf af auðæfunum sem það skapar með vinnu sinni,“ sagði hún jafnframt. Konur eiga að hennar mati að vera herskáar og skipulagðar því þær hafa verið efnahagslega og pólitískt jaðarsettar. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd.“Ræða Sólveigar í heild sinni: Kæru systur í baráttunni, ég gleðst innilega yfir því að fá að vera hér með ykkur í dag. Ég gleðst innilega yfir því að þið hafið með því að leggja niður störf, með því að neita að veita aðgang að vinnuaflinu ykkar í stutta stund, sýnt þjóðfélaginu óumdeilanlegt og stórkostlegt mikilvægi ykkar og dregið fram í dagsljósið það hneyksli að enn skuli konur þurf að þola að vera verðlagðar lægra en karlmenn fyrir vinnuframlag sitt.Og ég gleðst innilega yfir því að konur á Íslandi hafi á síðustu öld borið gæfu til þess að bera kennsl á þá kúgun sem þær voru beittar, og innblásnar af róttækum og sögulegum frelsis-straumum sagt þeirri undirsettu stöðu sem þær höfðu verið látnar lifa við stríð á hendur. Við stöndum í sögulegri þakkarskuld við þær konur.Kæru félagar,Konur hafa þurft og þurfa enn að horfast í augu við þá kerfisbundnu kúgun sem þeim hefur verið gert að lifa við, um það ofbeldi sem þær þurfa að lifa við, um samfélag veikt af kapítalískri klámvæðingu þar sem kvenlíkaminn er ekkert annað en einnota drasl, um tilveru í samfélagi þar sem þær eru hlutgerðar og hæddar og smánaðar.Við horfum hvor á aðra og viðurkennum að konur eru ekki aðeins beittar kúgun af hálfu karla sem finnast þær einskis virði, heldur af efnahagskerfi sem sér bókstaflega ekkert athugavert við að græða á aldagamalli fyrirlitningu á kvennastörfum, á aldagamalli fyrirlitningu á þekkingu kvenna, á aldagamalli trú á það að það sem konur kunni sé í eðli sínu annars flokks útsöluvara og það hljóti allir að vera sammála um. En við höfum fréttir að færa; við erum ekki útsöluvara, við erum stoltar af stórkostlegu mikilvægi okkar og við einfaldlega, einfaldlega setjum fram í fullri og mikilli og grafalvarlegri alvöru þá kröfu um að við fáum það sem við eigum allan heimsins rétt á; mannsæmandi laun fyrir unna vinnu!Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Breytum ekki kvennavinnustöðum; vandamálið er ekki að það vanti karla í kvennastörfin, vandamálið er að kvennastörfin eru verðlögð af innblásinni og grimmilegri nísku og að enginn hefur viljað segja sjúku arðráninu á verka og láglaunakonum, þeim sem vinna konuvinnuna, stríð á hendur. Við þurfum ekki karlsmannshendur til að vinna störfin okkar, til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar! Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu!Við verka og láglaunakonur ætlum að viðurkenna, allar sem ein, að það er engin leið, engin, til að tryggja gott og frjálst líf fyrir verkakonur nema að hér verði farið í endurúthlutun á gæðunum; að berjast fyrir því að vinnuaflið fái eðlilegan og réttlátan skerf af auðæfunum sem það skapar með vinnu sinni.Við ætlum að vera herskáar og skipulagðar; við höfum verið efnahagslega jaðarsettar og við höfum verið pólitískt jaðarsettar en nú ætlum að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd!Í jafnréttisparadísinni hefur sannarlega ekki verið farið um okkur mjúkum höndum, þvert á móti, okkur hefur verið mætt af harðneskju og fyrirlitningu en í stað að brotna undan því sem á okkur hefur verið lagt rísum við upp! Við sættum okkur ekki lengur við óbreytt ástand!Tíminn er runninn upp til að verka og láglaunakonur á Íslandi fái allt það pláss sem við eigum skilið!Tíminn er runninn upp til að berjast af fullum krafti gegn arðráninu á kven-vinnuaflinu!Tíminn er runninn upp fyrir okkar þarfir, okkar langanir, okkar kröfur!Við ætlum að lifa frjálsar undan kúgun; kynferðislegri, kynbundinni og efnahagslegri!Við höfum engu að tapa og allt það frelsi sem okkur hefur ávallt dreymt um að vinna!Lifi kvenfrelsið, lifi samstaðan, lifi baráttan!Takk fyrir. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Breytum ekki kvennavinnustöðum; vandamálið er ekki að það vanti karla í kvennastörfin, vandamálið er að kvennastörfin eru verðlögð af innblásinni og grimmilegri nísku og að enginn hefur viljað segja sjúku arðráninu á verka og láglaunakonum, þeim sem vinna konuvinnuna, stríð á hendur,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, á samstöðufundi kvenna á Arnarhóli rétt í þessu. Hún sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Þannig sýna þær þjóðfélaginu óumdeilt og stórkostlegt mikilvægi kvenna og dregið fram í dagsljósið það hneyksli að konur þurfi að þola að vera verðlagðar lægra en karlmenn fyrir vinnuframlag sitt. Sólveig sagði konur ekki þurfa karlmannshendur til að vinna störf kvenna. „Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. „Við verka og láglaunakonur ætlum að viðurkenna, allar sem ein, að það er engin leið, engin, til að tryggja gott og frjálst líf fyrir verkakonur nema að hér verði farið í endurúthlutun á gæðunum; að berjast fyrir því að vinnuaflið fái eðlilegan og réttlátan skerf af auðæfunum sem það skapar með vinnu sinni,“ sagði hún jafnframt. Konur eiga að hennar mati að vera herskáar og skipulagðar því þær hafa verið efnahagslega og pólitískt jaðarsettar. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd.“Ræða Sólveigar í heild sinni: Kæru systur í baráttunni, ég gleðst innilega yfir því að fá að vera hér með ykkur í dag. Ég gleðst innilega yfir því að þið hafið með því að leggja niður störf, með því að neita að veita aðgang að vinnuaflinu ykkar í stutta stund, sýnt þjóðfélaginu óumdeilanlegt og stórkostlegt mikilvægi ykkar og dregið fram í dagsljósið það hneyksli að enn skuli konur þurf að þola að vera verðlagðar lægra en karlmenn fyrir vinnuframlag sitt.Og ég gleðst innilega yfir því að konur á Íslandi hafi á síðustu öld borið gæfu til þess að bera kennsl á þá kúgun sem þær voru beittar, og innblásnar af róttækum og sögulegum frelsis-straumum sagt þeirri undirsettu stöðu sem þær höfðu verið látnar lifa við stríð á hendur. Við stöndum í sögulegri þakkarskuld við þær konur.Kæru félagar,Konur hafa þurft og þurfa enn að horfast í augu við þá kerfisbundnu kúgun sem þeim hefur verið gert að lifa við, um það ofbeldi sem þær þurfa að lifa við, um samfélag veikt af kapítalískri klámvæðingu þar sem kvenlíkaminn er ekkert annað en einnota drasl, um tilveru í samfélagi þar sem þær eru hlutgerðar og hæddar og smánaðar.Við horfum hvor á aðra og viðurkennum að konur eru ekki aðeins beittar kúgun af hálfu karla sem finnast þær einskis virði, heldur af efnahagskerfi sem sér bókstaflega ekkert athugavert við að græða á aldagamalli fyrirlitningu á kvennastörfum, á aldagamalli fyrirlitningu á þekkingu kvenna, á aldagamalli trú á það að það sem konur kunni sé í eðli sínu annars flokks útsöluvara og það hljóti allir að vera sammála um. En við höfum fréttir að færa; við erum ekki útsöluvara, við erum stoltar af stórkostlegu mikilvægi okkar og við einfaldlega, einfaldlega setjum fram í fullri og mikilli og grafalvarlegri alvöru þá kröfu um að við fáum það sem við eigum allan heimsins rétt á; mannsæmandi laun fyrir unna vinnu!Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Breytum ekki kvennavinnustöðum; vandamálið er ekki að það vanti karla í kvennastörfin, vandamálið er að kvennastörfin eru verðlögð af innblásinni og grimmilegri nísku og að enginn hefur viljað segja sjúku arðráninu á verka og láglaunakonum, þeim sem vinna konuvinnuna, stríð á hendur. Við þurfum ekki karlsmannshendur til að vinna störfin okkar, til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar! Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu!Við verka og láglaunakonur ætlum að viðurkenna, allar sem ein, að það er engin leið, engin, til að tryggja gott og frjálst líf fyrir verkakonur nema að hér verði farið í endurúthlutun á gæðunum; að berjast fyrir því að vinnuaflið fái eðlilegan og réttlátan skerf af auðæfunum sem það skapar með vinnu sinni.Við ætlum að vera herskáar og skipulagðar; við höfum verið efnahagslega jaðarsettar og við höfum verið pólitískt jaðarsettar en nú ætlum að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd!Í jafnréttisparadísinni hefur sannarlega ekki verið farið um okkur mjúkum höndum, þvert á móti, okkur hefur verið mætt af harðneskju og fyrirlitningu en í stað að brotna undan því sem á okkur hefur verið lagt rísum við upp! Við sættum okkur ekki lengur við óbreytt ástand!Tíminn er runninn upp til að verka og láglaunakonur á Íslandi fái allt það pláss sem við eigum skilið!Tíminn er runninn upp til að berjast af fullum krafti gegn arðráninu á kven-vinnuaflinu!Tíminn er runninn upp fyrir okkar þarfir, okkar langanir, okkar kröfur!Við ætlum að lifa frjálsar undan kúgun; kynferðislegri, kynbundinni og efnahagslegri!Við höfum engu að tapa og allt það frelsi sem okkur hefur ávallt dreymt um að vinna!Lifi kvenfrelsið, lifi samstaðan, lifi baráttan!Takk fyrir.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira