"Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 17:30 Karítas Mörtudóttir Bjarkadóttir flutti þrjú ljóð. Vísir/Vilhelm Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag og gáfu margir vinnustaðir konum frí til þess að mæta á Arnarhól og aðra staði þar sem baráttufundir voru haldnir. Kjörorð kvennafrídagsins þetta árið er Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Sá fjölmennasti var á Arnarhól þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir fluttu ávörp en Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir stýrðu fundinum. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ var meðal þess sem kom fram í máli Sólveigar Önnu sem sagðist innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók sér frí ásamt starfsfólki ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm„Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. Áslaug Thelma, sem sagt var upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum ávarpaði einnig fundinn þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook.Sólveig Anna JónsdóttirVísir/VilhelmÍ ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis.„Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma.Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/Vilhelm„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma.Arnarhóll var þéttsetinn.Vísir/Vilhelm Kjaramál Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag og gáfu margir vinnustaðir konum frí til þess að mæta á Arnarhól og aðra staði þar sem baráttufundir voru haldnir. Kjörorð kvennafrídagsins þetta árið er Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Sá fjölmennasti var á Arnarhól þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Claudie Wilson lögfræðingur hjá Rétti og Áslaug Thelma Einarsdóttir fluttu ávörp en Ilmur Kristjánsdóttir og Saga Garðarsdóttir stýrðu fundinum. „En nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ var meðal þess sem kom fram í máli Sólveigar Önnu sem sagðist innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók sér frí ásamt starfsfólki ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm„Til að kenna samfélaginu að meta okkur að verðleikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar. Við segjum: Stopp hingað og ekki lengra! Við ætlum sjálfar að leiða eigin baráttu. Ekkert um okkur án okkar! Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir alla okkar unnu konuvinnu,“ sagði Sólveig. Áslaug Thelma, sem sagt var upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum ávarpaði einnig fundinn þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook.Sólveig Anna JónsdóttirVísir/VilhelmÍ ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis.„Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma.Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/Vilhelm„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma.Arnarhóll var þéttsetinn.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45
„Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd“ Formaður Eflingar sagðist sagðist gleðjast innilega yfir því að konur hafi neitað að veita aðgang að vinnuafli sínu í stutta stund með því að leggja niður störf. 24. október 2018 16:05