Gylfi kveður ASÍ með tilvitnun í Sókrates Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2018 19:00 Styrkur Alþýðusambandsins liggur í því að mikill meirihluti vinnandi fólks á Íslandi er skráður í verkalýðsfélög sem getur með samstöðu náð árangri í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld, að mati fráfarandi forseta sambandsins. Frambjóðendur til embættisins segja tíma kominn til breytinga og sameina þurfi alla innan hreyfingarinnar. Um þrjú hundruð fulltrúar 120 þúsund félagsmanna á almennum vinnumarkaði sitja þing Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Það eru tímamót hjá Alþýðusambandinu. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta eftir tíu ár í embætti eða allt frá hruni og það kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru framundan. Í setningar- og kveðjuræðu sinni sagði Gylfi að á árunum eftir hrun hafi tekist að verja stöðu verkafólks vegna styrks verkalýðshreyfingarinnar þar sem um 90 prósent launafólks væru í stéttarfélögum. „Þetta er afl sem tryggir okkur jafnstöðu á við atvinnurekendur og samtök þeirra og sterka stöðu í þríhliða viðræðum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda um aðgerðir og lausnir,” sagði Gylfi. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist í tilraun til að skapa ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga með skerðingu bóta og tekjutengingum á síðustu árum. „Til viðbótar kemur síðan skefjalaus sjálftaka ofurlaunaaðalsins á svimandi launahækkunum sem magnar hina réttlátu reiði enn frekar. Stjórnmálamenn bera á þessu fulla ábyrgð. Krafan um að þeir og dekurbörnin þeirra deili kjörum með þjóðinni er krafa um réttlæti og jöfnuð,” sagði Gylfi. Forsetinn fráfarandi brýndi þingfulltrúa til samstöðu fyrir komandi viðræður við atvinnurekendur og stjórnvöld. Margt benti aftur á móti til að áherslur og baráttuaðferðir stærstu aðildarsamtaka ASÍ verði með nokkuð öðrum hætti en verið hafi um lagt skeið. Það væri hins vegar ekki hans að dæma hvort þær aðferðir verði félagsmönnum ASÍ og fjölskyldum þeirra til heilla. En svo notuð séu fleyg orð Sókratesar úr málsvörn sinni í síðustu samræðu hans við félaga sína: Nú skiljast leiðir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guðinum,” sagði fráfarandi forseti ASÍ undir lok kveðjuræðunnar. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á föstudagsmorgun. En þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands sækjast eftir að taka við af Gylfa. „Fyrsta verkefnið er að vinna úr þeim tillögum og áherslum sem lagðar verða fram næstu tvo til þrjá dagana. Síðan að byggja upp sameiginlegar áherslur bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Ná fólki saman í eitt lið eftir þing,” segir Drífa. Sverrir Mar slær á svipaða strengi. „Mér finnst fyrsta verkefnið okkar vera að endurbyggja Alþýðusambandið. Fara aftur að tala við grasrótina. Endurmóta stefnuna og skapa nýtt traust,” sagði Sverrir Mar Albertsson. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Styrkur Alþýðusambandsins liggur í því að mikill meirihluti vinnandi fólks á Íslandi er skráður í verkalýðsfélög sem getur með samstöðu náð árangri í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld, að mati fráfarandi forseta sambandsins. Frambjóðendur til embættisins segja tíma kominn til breytinga og sameina þurfi alla innan hreyfingarinnar. Um þrjú hundruð fulltrúar 120 þúsund félagsmanna á almennum vinnumarkaði sitja þing Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Það eru tímamót hjá Alþýðusambandinu. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta eftir tíu ár í embætti eða allt frá hruni og það kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru framundan. Í setningar- og kveðjuræðu sinni sagði Gylfi að á árunum eftir hrun hafi tekist að verja stöðu verkafólks vegna styrks verkalýðshreyfingarinnar þar sem um 90 prósent launafólks væru í stéttarfélögum. „Þetta er afl sem tryggir okkur jafnstöðu á við atvinnurekendur og samtök þeirra og sterka stöðu í þríhliða viðræðum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda um aðgerðir og lausnir,” sagði Gylfi. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist í tilraun til að skapa ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga með skerðingu bóta og tekjutengingum á síðustu árum. „Til viðbótar kemur síðan skefjalaus sjálftaka ofurlaunaaðalsins á svimandi launahækkunum sem magnar hina réttlátu reiði enn frekar. Stjórnmálamenn bera á þessu fulla ábyrgð. Krafan um að þeir og dekurbörnin þeirra deili kjörum með þjóðinni er krafa um réttlæti og jöfnuð,” sagði Gylfi. Forsetinn fráfarandi brýndi þingfulltrúa til samstöðu fyrir komandi viðræður við atvinnurekendur og stjórnvöld. Margt benti aftur á móti til að áherslur og baráttuaðferðir stærstu aðildarsamtaka ASÍ verði með nokkuð öðrum hætti en verið hafi um lagt skeið. Það væri hins vegar ekki hans að dæma hvort þær aðferðir verði félagsmönnum ASÍ og fjölskyldum þeirra til heilla. En svo notuð séu fleyg orð Sókratesar úr málsvörn sinni í síðustu samræðu hans við félaga sína: Nú skiljast leiðir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guðinum,” sagði fráfarandi forseti ASÍ undir lok kveðjuræðunnar. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á föstudagsmorgun. En þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands sækjast eftir að taka við af Gylfa. „Fyrsta verkefnið er að vinna úr þeim tillögum og áherslum sem lagðar verða fram næstu tvo til þrjá dagana. Síðan að byggja upp sameiginlegar áherslur bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Ná fólki saman í eitt lið eftir þing,” segir Drífa. Sverrir Mar slær á svipaða strengi. „Mér finnst fyrsta verkefnið okkar vera að endurbyggja Alþýðusambandið. Fara aftur að tala við grasrótina. Endurmóta stefnuna og skapa nýtt traust,” sagði Sverrir Mar Albertsson.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira