Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Höskuldur Kári Schram og Kjartan Kjartansson skrifa 18. apríl 2018 20:22 Stjórnendur Landspítalans vinna nú að neyðaráætlun vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi í sumar. Lítið hefur þokast í deilunni og lýsir landlæknir stöðunni sem grafalvarlegri. Neyðaráætlunin á að vera tiltæk ef ekki verður búið að leysa deiluna áður en uppsagnirnar taka gild. Flestar þeirra eiga að taka gildi 1. júlí. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segist ekki geta gefið upp hvað felist nákvæmlega í áætluninni því undirbúningur hennar sé ekki kominn það langt á leið. „Það er alveg klárt að við þurfum að reyna að forgangsraða sjúklingum og færa til verkefni. Hvernig það verður útfært er bara illmögulegt að segja á þessu stigi,“ segir Linda. Erfitt er þó að færa til verðandi mæður. Linda segir ljóst að það verði þrautin þyngri að finna leiðir til að leysa málið. Leitað verði allra leiða til að tryggja öryggi sjúklinga spítalans. Biðlar hún til deiluaðila að finna lausn á deilu sinni. Í svipaðan streng tekur Alma Dagbjörg Möller, landlæknir. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða og mikilvægt að deiluaðilar nái saman hið fyrsta því að það tapa allir þegar svona deila dregast á langinn,“ segir hún.Samningar leysa ekki endilega allt Ekki er þó víst að sættir ljósmæðra og ríkisins nægi til þess að koma í veg fyrir alvarlegt ástand á Landspítalanum. Áslaug Valdsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist telja að alvara búi að baki uppsögnum ljósmæðra. Hún viti til þess að ljósmæður séu búnir að ráða sig í aðra vinnu. „Þannig að ég sé ekki að þó að við myndum semja að það myndi endilega breyta öllu,“ segir Áslaug sem segir mikil bera á milli ljósmæðra og ríkisins. Kjaradeildan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í febrúar en viðræður hafa engan árangur borið fram að þessu. Stuttu fundur var haldinn á mánudag en ekki stendur til að funda aftur fyrr en á fimmtudag í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Skoði hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans vinna nú að neyðaráætlun vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi í sumar. Lítið hefur þokast í deilunni og lýsir landlæknir stöðunni sem grafalvarlegri. Neyðaráætlunin á að vera tiltæk ef ekki verður búið að leysa deiluna áður en uppsagnirnar taka gild. Flestar þeirra eiga að taka gildi 1. júlí. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segist ekki geta gefið upp hvað felist nákvæmlega í áætluninni því undirbúningur hennar sé ekki kominn það langt á leið. „Það er alveg klárt að við þurfum að reyna að forgangsraða sjúklingum og færa til verkefni. Hvernig það verður útfært er bara illmögulegt að segja á þessu stigi,“ segir Linda. Erfitt er þó að færa til verðandi mæður. Linda segir ljóst að það verði þrautin þyngri að finna leiðir til að leysa málið. Leitað verði allra leiða til að tryggja öryggi sjúklinga spítalans. Biðlar hún til deiluaðila að finna lausn á deilu sinni. Í svipaðan streng tekur Alma Dagbjörg Möller, landlæknir. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða og mikilvægt að deiluaðilar nái saman hið fyrsta því að það tapa allir þegar svona deila dregast á langinn,“ segir hún.Samningar leysa ekki endilega allt Ekki er þó víst að sættir ljósmæðra og ríkisins nægi til þess að koma í veg fyrir alvarlegt ástand á Landspítalanum. Áslaug Valdsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist telja að alvara búi að baki uppsögnum ljósmæðra. Hún viti til þess að ljósmæður séu búnir að ráða sig í aðra vinnu. „Þannig að ég sé ekki að þó að við myndum semja að það myndi endilega breyta öllu,“ segir Áslaug sem segir mikil bera á milli ljósmæðra og ríkisins. Kjaradeildan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í febrúar en viðræður hafa engan árangur borið fram að þessu. Stuttu fundur var haldinn á mánudag en ekki stendur til að funda aftur fyrr en á fimmtudag í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Skoði hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51
Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03
Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15