Sjúkrasjóðir stéttarfélaga standa ekki undir sér Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2018 20:00 Sjúkrasjóðir stéttarfélaga eiga erfitt með að ná endum saman og þurfti Bandalag háskólamanna að lækka styrki svo sjóðurinn standi undir sér. Á næsta ári verður farið af stað með viðamikla rannsókn á því hvaða þættir það eru sem valda miklu brotfalli af vinnumarkaði. Bandalag háskólamanna greindi frá því gær að breyta þurfi úthlutunarreglum hjáþeim því sjúkrasjóður félagsins annar ekki eftir spurn. Nú greiði sjóðurinn sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf mánaða. Einnig var heilsustyrkur, gleraugnastyrkur og fleiri styrkir lækkaðir svo sjóðurinn geti náð endum saman. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins segir stöðuna þar einnig þunga og ljóst að grípa þurfi til aðgerða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR útilokar ekki að lækka þurfi greiðslur en þar var tæplega fimmtíu prósent aukning milli ára. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, starfendurhæfingarsjóðs, segir ástandið alvarlegt og til þeirra leiti ungt fólk í auknum mæli sem dottið er út af vinnumarkaði. Vandamálið er því víða og erfitt fyrir sjúkrasjóði að standa undir þessari gífurlegu fjölgun. Hannes G. Aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins tekur undir áhyggjurnar. „Svona síðastliðin fimmtán ár höfum við séð mikið brottfall af vinnumarkaði vegna langtíma veikinda. Það hefur verið gripið til aðgerða af hálfu samningsaðila með stofnun Virk, starfendurhæfingarsjóðs,“ segir hann en Virk var stofnað árið 2009 sem samvinnuverkefni Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. En á næsta ári er stefnt á að byrja þriggja ára þróunarverkefni og rannsókn áþví hvaða þættir valda brottfalli af vinnumarkaði. Verður það samstarfsverkefni Virk og heilsugæslunnar. „Vinnan er þrátt fyrir allt besta meðferðarúrræði fyrir fólk sem á í vandkvæðum. Það er boðið upp á víða í atvinnulífi hlutastörf fyrir fólk með skerta starfsorku. Það má segja að Virk hafi lyft grettistaki í þessum efnum á undanförnum misserum,“ segir hann. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Sjúkrasjóðir stéttarfélaga eiga erfitt með að ná endum saman og þurfti Bandalag háskólamanna að lækka styrki svo sjóðurinn standi undir sér. Á næsta ári verður farið af stað með viðamikla rannsókn á því hvaða þættir það eru sem valda miklu brotfalli af vinnumarkaði. Bandalag háskólamanna greindi frá því gær að breyta þurfi úthlutunarreglum hjáþeim því sjúkrasjóður félagsins annar ekki eftir spurn. Nú greiði sjóðurinn sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf mánaða. Einnig var heilsustyrkur, gleraugnastyrkur og fleiri styrkir lækkaðir svo sjóðurinn geti náð endum saman. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins segir stöðuna þar einnig þunga og ljóst að grípa þurfi til aðgerða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR útilokar ekki að lækka þurfi greiðslur en þar var tæplega fimmtíu prósent aukning milli ára. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, starfendurhæfingarsjóðs, segir ástandið alvarlegt og til þeirra leiti ungt fólk í auknum mæli sem dottið er út af vinnumarkaði. Vandamálið er því víða og erfitt fyrir sjúkrasjóði að standa undir þessari gífurlegu fjölgun. Hannes G. Aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins tekur undir áhyggjurnar. „Svona síðastliðin fimmtán ár höfum við séð mikið brottfall af vinnumarkaði vegna langtíma veikinda. Það hefur verið gripið til aðgerða af hálfu samningsaðila með stofnun Virk, starfendurhæfingarsjóðs,“ segir hann en Virk var stofnað árið 2009 sem samvinnuverkefni Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. En á næsta ári er stefnt á að byrja þriggja ára þróunarverkefni og rannsókn áþví hvaða þættir valda brottfalli af vinnumarkaði. Verður það samstarfsverkefni Virk og heilsugæslunnar. „Vinnan er þrátt fyrir allt besta meðferðarúrræði fyrir fólk sem á í vandkvæðum. Það er boðið upp á víða í atvinnulífi hlutastörf fyrir fólk með skerta starfsorku. Það má segja að Virk hafi lyft grettistaki í þessum efnum á undanförnum misserum,“ segir hann.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira