Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins gerðu í dag samkomulag um breytingar á kjarasamningi um lífeyrismál frá 12. desember 1995. Sá samningur á uppruna sinn í samkomulagi aðila frá árinu 1969. Í samkomulaginu felst breyting á stjórnkerfiskafla kjarasamningsins sem fjallar um fulltrúaráð, ársfundi og stjórnir lífeyrissjóðanna á samningssviði aðila. Lífeyrissjóðir á samningssviði aðila eru Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Gildi Lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Stapi lífeyrissjóður.
Helstu nýmæli í nýja samkomulaginu varða skipan og samsetningu stjórnarmanna, uppstillingarnefndir tilnefningaraðila, hámarkssetu í stjórn, hæfisreglur og hagsmunaárekstur.
Einnig var undirritaður kjarasamningur um lífeyrismál milli VR annars vegar og Félags atvinnurekenda og Samtaka atvinnulífsins hins vegar sem lýtur eingöngu að Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LÍVE) og kemur í stað kjarasamnings frá 30. desember árið 1996.
ASÍ og SA gera samkomulag um breytingar á kjarasamningi
Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
