Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Heimir Már Pétursson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 24. apríl 2018 18:30 Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi. Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi.
Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði