Stórbýli sem Katla eyddi grafið upp úr sandinum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2018 22:00 Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur við bæjarrústirnar á Mýrdalssandi. Hér afhjúpast eyðingarmáttur Kötlu, sem sést í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. Vonast er til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands en talið er að Katla hafi eytt blómlegum byggðahverfum sem fyrrum voru á sandinum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn er um 25 kílómetra austan við Vík, og um 6 kílómetrum neðan þjóðvegarins um Mýrdalssand, milli Hjörleifshöfða og Álftavers, og er nefndur Arfabót. Þar fer Bjarni F. Einarsson fyrir hópi fornleifafræðinga. „Við erum að grafa upp eyðibýli sem fór í eyði einhverntímann í byrjun 15. aldar og hefur síðan gjörsamlega gleymst. Við erum rétt að byrja en þetta er annað sumar rannsókna,” segir Bjarni.Bjarni sýnir fjósið sem komið er í ljós.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Undan sandinum er farin að birtast bæjarmynd. Bjarni sýnir okkur lítið fjós, en með óvenju breiðum flór, og með hlöðu inn af. Hann kveðst raunar viss um að annað fjós finnist. Þetta hafi verið stórbýli, þar sem kannski 15-20 manns bjuggu. Það merkir hann meðal annars af stóru búri. Heimildir eru um að fyrr á öldum hafi verið mikil byggð þar sem nú er eyðisandur. „Það gætu hafa verið hér 25 býli sem meira og minna eru öll horfin.”Fornleifafræðingarnir rannsaka hér óvenju stórt búr, sem bendir til að þetta hafi verið stórbýli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bjarni telur þó að það hafi ekki verið eitt hamfarahlaup sem eyddi byggðinni heldur sandburður sem fylgdi flóðum og spillti grasi. „Þannig að það eru ekki hamfarir sem slíkar sem eyða þessum bæ heldur afleiðingar fjölmargra gosa, sem hafa riðið yfir byggðina aftur og aftur. Og ekkert víst að bæirnir hafi allir farið í eyði samtímis. Mér finnst það frekar ólíklegt.” Bjarni vonast til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands, sem hann segir nánast órannsakaða. „Hvaða áhrif hafa gos almennt á Íslandi valdið? Bæði á verkmenningu, efnismenningu og andlega menningu? Ég vona að Arfabót varpi einhverju ljósi á þann þátt,” segir Bjarni F. Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. Vonast er til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands en talið er að Katla hafi eytt blómlegum byggðahverfum sem fyrrum voru á sandinum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn er um 25 kílómetra austan við Vík, og um 6 kílómetrum neðan þjóðvegarins um Mýrdalssand, milli Hjörleifshöfða og Álftavers, og er nefndur Arfabót. Þar fer Bjarni F. Einarsson fyrir hópi fornleifafræðinga. „Við erum að grafa upp eyðibýli sem fór í eyði einhverntímann í byrjun 15. aldar og hefur síðan gjörsamlega gleymst. Við erum rétt að byrja en þetta er annað sumar rannsókna,” segir Bjarni.Bjarni sýnir fjósið sem komið er í ljós.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Undan sandinum er farin að birtast bæjarmynd. Bjarni sýnir okkur lítið fjós, en með óvenju breiðum flór, og með hlöðu inn af. Hann kveðst raunar viss um að annað fjós finnist. Þetta hafi verið stórbýli, þar sem kannski 15-20 manns bjuggu. Það merkir hann meðal annars af stóru búri. Heimildir eru um að fyrr á öldum hafi verið mikil byggð þar sem nú er eyðisandur. „Það gætu hafa verið hér 25 býli sem meira og minna eru öll horfin.”Fornleifafræðingarnir rannsaka hér óvenju stórt búr, sem bendir til að þetta hafi verið stórbýli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bjarni telur þó að það hafi ekki verið eitt hamfarahlaup sem eyddi byggðinni heldur sandburður sem fylgdi flóðum og spillti grasi. „Þannig að það eru ekki hamfarir sem slíkar sem eyða þessum bæ heldur afleiðingar fjölmargra gosa, sem hafa riðið yfir byggðina aftur og aftur. Og ekkert víst að bæirnir hafi allir farið í eyði samtímis. Mér finnst það frekar ólíklegt.” Bjarni vonast til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands, sem hann segir nánast órannsakaða. „Hvaða áhrif hafa gos almennt á Íslandi valdið? Bæði á verkmenningu, efnismenningu og andlega menningu? Ég vona að Arfabót varpi einhverju ljósi á þann þátt,” segir Bjarni F. Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30
Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00