Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2015 20:00 Fornleifafræðingarnir með jarðsjána í gær á svokölluðum Fornufjósum, sem þeir telja núna að sé hið forna Þykkvabæjarklaustur. Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir. Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa". Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa".
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira