Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2015 20:00 Fornleifafræðingarnir með jarðsjána í gær á svokölluðum Fornufjósum, sem þeir telja núna að sé hið forna Þykkvabæjarklaustur. Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir. Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa". Mest lesið Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Óttaðist um líf sitt Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Veður Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Sjá meira
Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa".
Mest lesið Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Óttaðist um líf sitt Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Innlent Heidelberg hvergi af baki dottið Innlent Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Veður Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Innlent Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Innlent Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Eldgosinu er lokið Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Vinnuhópar funda eftir hádegi Netsamband komið á Skagaströnd á undan áætlun Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Viðræðum haldið áfram og rafmagnslaust í Vík Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Úthluta þingsætum á morgun Róleg nótt hjá björgunarsveitunum þrátt fyrir leiðindaveður Bærinn keyrður á varaafli eftir bilun Netlaust á Skagaströnd eftir slit Sjá meira