Byrjað að reisa gagnaver á Blönduósi Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Fyrsta húsið af mörgum hýsir nýtt gagnaver. Róbert Daníel Jónsson Í sumarblíðu á Norðurlandi hefur verktakafyrirtækið Húsherji hafist handa við að steypa grunninn að nýju gagnaveri Borealis Data Center sem á að rísa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði tekið í gagnið strax í haust og verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu. Borealis Data Center áformar að reisa nokkur hús á lóðinni sem þeir fengu úthlutaða og er fyrsta húsið aðeins byrjunin hjá fyrirtækinu. Magn raforku sem hægt er að kaupa ræður því að miklu leyti hversu stórt fyrirtækið getur orðið á svæðinu. Fyrsta húsið er um 650 fermetrar að stærð og verður tekið í notkun innan nokkra mánaða. Áform eru uppi um að byrja á öðru húsi á þessu ári.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi LandsnetsSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir Blönduós afar heppilega staðsetningu fyrir núverandi flutningskerfi til að taka á móti nýjum stórnotanda. „Flutningsgetan er með því betra sem gerist á landinu. Blönduós er góður staður fyrir aukna notkun til að nýta betur þá innviði sem eru til staðar í kerfinu í dag,“ segir Steinunn. „Almennt getum við sagt að ef horft er til 30 megavatta notkunar á svæðinu þá þurfi ekki að styrkja meginflutningskerfið þar sem núverandi innviðir geti tekið við þeirri aflaukningu.“ Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis, segir viðræður nú í gangi við raforkuframleiðendur um kaup á orku og þær viðræður gangi ágætlega. Hann segir starf fyrirtækisins geta haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem þjónustuaðilar í héraði muni hafa nokkur umsvif í kringum gagnaverið. „Það verður að segjast að vinnuafl á hvert megavatt er nokkuð hátt í gagnaverum en einnig verður nokkuð af útvistuðum verkefnum sem fyrirtæki taka að sér. Einnig erum við með heimaverktaka sem reisa húsin enda markmiðið einnig að skila ábata til samfélagsins,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Stóriðja Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Í sumarblíðu á Norðurlandi hefur verktakafyrirtækið Húsherji hafist handa við að steypa grunninn að nýju gagnaveri Borealis Data Center sem á að rísa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði tekið í gagnið strax í haust og verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu. Borealis Data Center áformar að reisa nokkur hús á lóðinni sem þeir fengu úthlutaða og er fyrsta húsið aðeins byrjunin hjá fyrirtækinu. Magn raforku sem hægt er að kaupa ræður því að miklu leyti hversu stórt fyrirtækið getur orðið á svæðinu. Fyrsta húsið er um 650 fermetrar að stærð og verður tekið í notkun innan nokkra mánaða. Áform eru uppi um að byrja á öðru húsi á þessu ári.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi LandsnetsSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir Blönduós afar heppilega staðsetningu fyrir núverandi flutningskerfi til að taka á móti nýjum stórnotanda. „Flutningsgetan er með því betra sem gerist á landinu. Blönduós er góður staður fyrir aukna notkun til að nýta betur þá innviði sem eru til staðar í kerfinu í dag,“ segir Steinunn. „Almennt getum við sagt að ef horft er til 30 megavatta notkunar á svæðinu þá þurfi ekki að styrkja meginflutningskerfið þar sem núverandi innviðir geti tekið við þeirri aflaukningu.“ Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis, segir viðræður nú í gangi við raforkuframleiðendur um kaup á orku og þær viðræður gangi ágætlega. Hann segir starf fyrirtækisins geta haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem þjónustuaðilar í héraði muni hafa nokkur umsvif í kringum gagnaverið. „Það verður að segjast að vinnuafl á hvert megavatt er nokkuð hátt í gagnaverum en einnig verður nokkuð af útvistuðum verkefnum sem fyrirtæki taka að sér. Einnig erum við með heimaverktaka sem reisa húsin enda markmiðið einnig að skila ábata til samfélagsins,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Stóriðja Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira