Ríkið sýknað af bótakröfu vegna hópnauðgunarmáls Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 23:18 Maðurinn var talinn hafa sjálfur valdið aðgerðum lögreglu sem hann vildi fá bætur fyrir. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af fjögurra milljóna króna bótakröfu manns sem var handtekinn og ákærður vegna hópnauðgunar árið 2014. Maðurinn var talinn hafa sjálfur stuðlað að aðgerðum sem lögreglan greip til gegn honum. Það var árið 2014 sem fimm piltar voru handteknir og hnepptir í gæsluvarðhald fyrir að hafa nauðgað sextán ára gamalli stúlku í samkvæmi í Breiðholti. Þeir tóku verknaðinn upp á myndband sem fór í dreifingu á netinu. Þeir voru þá á aldrinum 18 til 21 árs gamlir. Ákæra var gefin út á hendur þeim í júní árið 2015. Mennirnir voru síðar sýknaðir í héraðsdómi og í Hæstarétti.Taldi sig hafa orðið fyrir mannorðsmissi Einn þeirra höfðaði mál gegn ríkinu þar sem hann krafðist fjögurra milljóna króna í bætur. Hann byggði meðal annars á því að hann hefði orðið fyrir miklu tilfinningalegu tjóni vegna þeirrar gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar sem hann sætti. Tjónið væri fyrst og fremst ófjárhagslegt og fælist í mannorðsmissi, þjáningum og óþægindum vegna rannsóknar og frelsissviptingar, eða með öðrum orðum, miska og hneisu. Einangrunarvistin hafi verið stefnanda sérstaklega þungbær. Hann hafi haft áhyggjur af ættingjum og ástvinum og átt við andlega vanlíðan og svefnleysi að stríða. Hann hafi verið átján ára gamall þegar hann sætti gæsluvarðhaldinu. Héraðsdómur hafnaði hins vegar rökum mannsins. Vísaði hann til þess að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að aðgerðum lögreglu. Málshöfðun hans nú ætti rót að rekja til ákvarðana sem „stefnandi tók sjálfur þvingunarlaust og á eigin ábyrgð“, þ.e. að eiga ásamt fjórum öðrum mönnum, á sama tíma, kynferðismök við 16 ára stúlku, meðvitaður um að athafnir hans voru teknar upp á myndband. Þar vísaði dómurinn meðal annars til samskipta mannsins við annan þeirra sem var ákærður í málinu þar sem þeir ræddu um að myndband væri til af samneyti þeirra við stúlkuna. „Ja gaur samt a videoi er þetta sma nauðgun sko,“ skrifaði maðurinn í Facebook-samskiptum þeirra. Þá hafi maðurinn ekki áfrýjað upphaflegum gæsluvarðhaldsúrskurði. Ekki væri hægt að gera ríkið ábyrgt fyrir því athafnaleysi hans. Því sýknaði Héraðsdómur ríkið af kröfum mannsins á fimmtudag. Málflutningsþóknun lögmanns mannsins, 750.000 krónur, greiðast úr ríkissjóði. Tengdar fréttir Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu. 16. maí 2014 06:30 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur piltunum fimm fyrir meinta hópnauðgun Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 10. júní 2015 14:16 Segjast saklausir af hópnauðgun í Breiðholti Piltarnir fimm sem gefið er að sök að hafa nauðgan sextán ára stúlku í maí á síðasta ári neituðu allir sök þegar mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. júní 2015 13:17 Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt. 8. maí 2014 16:07 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af fjögurra milljóna króna bótakröfu manns sem var handtekinn og ákærður vegna hópnauðgunar árið 2014. Maðurinn var talinn hafa sjálfur stuðlað að aðgerðum sem lögreglan greip til gegn honum. Það var árið 2014 sem fimm piltar voru handteknir og hnepptir í gæsluvarðhald fyrir að hafa nauðgað sextán ára gamalli stúlku í samkvæmi í Breiðholti. Þeir tóku verknaðinn upp á myndband sem fór í dreifingu á netinu. Þeir voru þá á aldrinum 18 til 21 árs gamlir. Ákæra var gefin út á hendur þeim í júní árið 2015. Mennirnir voru síðar sýknaðir í héraðsdómi og í Hæstarétti.Taldi sig hafa orðið fyrir mannorðsmissi Einn þeirra höfðaði mál gegn ríkinu þar sem hann krafðist fjögurra milljóna króna í bætur. Hann byggði meðal annars á því að hann hefði orðið fyrir miklu tilfinningalegu tjóni vegna þeirrar gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar sem hann sætti. Tjónið væri fyrst og fremst ófjárhagslegt og fælist í mannorðsmissi, þjáningum og óþægindum vegna rannsóknar og frelsissviptingar, eða með öðrum orðum, miska og hneisu. Einangrunarvistin hafi verið stefnanda sérstaklega þungbær. Hann hafi haft áhyggjur af ættingjum og ástvinum og átt við andlega vanlíðan og svefnleysi að stríða. Hann hafi verið átján ára gamall þegar hann sætti gæsluvarðhaldinu. Héraðsdómur hafnaði hins vegar rökum mannsins. Vísaði hann til þess að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að aðgerðum lögreglu. Málshöfðun hans nú ætti rót að rekja til ákvarðana sem „stefnandi tók sjálfur þvingunarlaust og á eigin ábyrgð“, þ.e. að eiga ásamt fjórum öðrum mönnum, á sama tíma, kynferðismök við 16 ára stúlku, meðvitaður um að athafnir hans voru teknar upp á myndband. Þar vísaði dómurinn meðal annars til samskipta mannsins við annan þeirra sem var ákærður í málinu þar sem þeir ræddu um að myndband væri til af samneyti þeirra við stúlkuna. „Ja gaur samt a videoi er þetta sma nauðgun sko,“ skrifaði maðurinn í Facebook-samskiptum þeirra. Þá hafi maðurinn ekki áfrýjað upphaflegum gæsluvarðhaldsúrskurði. Ekki væri hægt að gera ríkið ábyrgt fyrir því athafnaleysi hans. Því sýknaði Héraðsdómur ríkið af kröfum mannsins á fimmtudag. Málflutningsþóknun lögmanns mannsins, 750.000 krónur, greiðast úr ríkissjóði.
Tengdar fréttir Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu. 16. maí 2014 06:30 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur piltunum fimm fyrir meinta hópnauðgun Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 10. júní 2015 14:16 Segjast saklausir af hópnauðgun í Breiðholti Piltarnir fimm sem gefið er að sök að hafa nauðgan sextán ára stúlku í maí á síðasta ári neituðu allir sök þegar mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. júní 2015 13:17 Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt. 8. maí 2014 16:07 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu. 16. maí 2014 06:30
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15
Ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur piltunum fimm fyrir meinta hópnauðgun Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 10. júní 2015 14:16
Segjast saklausir af hópnauðgun í Breiðholti Piltarnir fimm sem gefið er að sök að hafa nauðgan sextán ára stúlku í maí á síðasta ári neituðu allir sök þegar mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. júní 2015 13:17
Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt. 8. maí 2014 16:07