Þar segir að mikið álagið hafi verið á miðasölu Borgarleikhússins frá því forsalan opnaði á miðnætti, svo mikið að vefsíðan og símkerfið hafði varla undan álaginu.
Páll Óskar Hjálmtýsson, sem fer með hlutverk Frank N Furter í sýningunni, mætti í miðasölu Borgarleikhússins í morgun klukkan tíu til þess að heilsa upp á fyrstu gestina. Hann þakkaði þeim fyrir komuna, spjallaði við fólkið og stillti sér upp í mynd með þeim sem vildu. Eftir það fór hann aftur inn á Stóra sviðið á æfingu með leikhópnum.

Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal, Jón Ólafsson, Lee Proud, Ilmur Stefánsson, Fillipía Elísdóttir, Elín Sigríður Gísladóttir og Björn Bergsteinn Guðmundsson. Bragi Valdimar Skúlason þýddi verkið upp á nýtt sérstaklega fyrir þessa uppfærslu.
Forsöluaflátturinn á sýninguna verður áfram í boði til miðnættis í kvöld og eftir það hefst almenn miðasala á söngleikinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar í miðasölunni rétt eftir að hún opnaði í morgunn kl. 10.