Rússi fékk miða og landsliðstreyju að gjöf frá íslenskum vinum Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 09:15 Dmitry, lengst til hægri, ásamt íslensku vinum sínum Atla Birni, Ásdísi Jónu og Birni Víkingi. Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira