Hefðu fengið sæti í borgarráði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. júní 2018 07:00 Borgarfulltrúar Sósíalista, Miðflokks og Flokks fólksins hefðu getað myndað með sér blokk og fengið hver um sig aðalmann í tveimur ráðum borgarinnar. Hefðu fengið sameiginlegan fulltrúa í borgarráð en glatað áheyrnarfulltrúum í staðinn. Vísir Sósíalistar, Miðflokkur og Flokkur fólksins hefðu fengið fleiri fulltrúa í aðalráðum borgarinnar, sem kosið var í fyrir helgi, ef þeir hefðu myndað þriggja manna blokk sín á milli án samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þessir þrír flokkar fengu samtals sex aðalmenn í helstu ráðum borgarinnar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en hefðu, eftir reiknireglum d’Hondt, náð sameiginlega einum aðalmanni og einum varamanni í öllum sjö ráðunum hefðu þeir myndað þriggja manna blokk saman án Sjálfstæðisflokksins. Auk borgarráðs eru sex aðalráð borgarinnar skipuð sjö mönnum. Flokkarnir þrír hefðu þannig getað skipt með sér sex ráðum og hver þeirra fengið aðalmann og varamann í tveimur ráðum. Sameiginlegum manni í borgarráði hefðu flokkarnir þurft að skipta á milli sín yfir kjörtímabilið. Í þessu valdamesta ráði borgarinnar og í skipulags- og samgönguráði sem líka fer með fullnaðarafgreiðsluvald í tilteknum málum á Sjálfstæðisflokkurinn alla aðal- og varamenn minnihlutans. Litlu flokkarnir þrír hafa hins vegar áheyrnarfulltrúa í þessum ráðum, sem þeir hefðu ekki fengið ef þeir hefðu skipt með sér einum aðalfulltrúa. Í samtölum við borgarfulltrúana nefndu þeir allir mikilvægi þess að vera alltaf með áheyrn í borgarráði, sem þeir hefðu glatað hefðu þeir átt sameiginlegt aðalsæti í ráðinu, jafnvel þótt þeir hefðu skipt setu í ráðinu á milli sín yfir kjörtímabilið. Efri myndin sýnir skiptingu fulltrúa í ráðum borgarinnar eins og hún var ákveðin á fundi borgarstjórnar í síðustu viku, þegar allur minnihlutinn myndaði kosningabandalag. Neðri myndin sýnir áhrif þess ef Sósíalistar, Miðflokkur og Flokkur fólksins hefðu myndað þriggja manna blokk án Sjálfstæðisflokks.Þótt þetta hafi haft töluverð áhrif á ákvörðun um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn er ljóst að þeir hefðu vel getað myndað þriggja manna blokk en hafnað aðalmanni í borgarráð og haldið áheyrnarfulltrúunum. Þá er ekki loku fyrir það skotið að borgarfulltrúar hafi viljað sæti í sömu ráðum og að því leyti fengið meira út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Í velferðarráði sitja til dæmis bæði Kolbrún Baldursdóttir fyrir Flokk fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir fyrir Sósíalista. Hefðu flokkarnir þrír myndað blokk hefði bara eitt sæti í hverju ráði fengist en með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn fengu flokkarnir tvö sæti bæði í velferðarráði og mannréttinda- og lýðræðisráði. Hins vegar fengu þeir ekkert sæti í borgarráði, ekkert í skipulags- og samgönguráði og ekkert í skóla- og frístundaráði. Í þessum þremur ráðum fékk Sjálfstæðisflokkurinn öll aðalsæti minnihlutans. Að lokum verður að ætla að tilboð Sjálfstæðisflokksins um eina sæti minnihlutans í stjórn Félagsbústaða hafi vegið þungt fyrir Sósíalistaflokkinn. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 „Það er ekkert leyndarmál hvar ég tengist“ Eyþór er ennþá hluthafi í Árvakri. 24. júní 2018 19:09 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Sósíalistar, Miðflokkur og Flokkur fólksins hefðu fengið fleiri fulltrúa í aðalráðum borgarinnar, sem kosið var í fyrir helgi, ef þeir hefðu myndað þriggja manna blokk sín á milli án samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þessir þrír flokkar fengu samtals sex aðalmenn í helstu ráðum borgarinnar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en hefðu, eftir reiknireglum d’Hondt, náð sameiginlega einum aðalmanni og einum varamanni í öllum sjö ráðunum hefðu þeir myndað þriggja manna blokk saman án Sjálfstæðisflokksins. Auk borgarráðs eru sex aðalráð borgarinnar skipuð sjö mönnum. Flokkarnir þrír hefðu þannig getað skipt með sér sex ráðum og hver þeirra fengið aðalmann og varamann í tveimur ráðum. Sameiginlegum manni í borgarráði hefðu flokkarnir þurft að skipta á milli sín yfir kjörtímabilið. Í þessu valdamesta ráði borgarinnar og í skipulags- og samgönguráði sem líka fer með fullnaðarafgreiðsluvald í tilteknum málum á Sjálfstæðisflokkurinn alla aðal- og varamenn minnihlutans. Litlu flokkarnir þrír hafa hins vegar áheyrnarfulltrúa í þessum ráðum, sem þeir hefðu ekki fengið ef þeir hefðu skipt með sér einum aðalfulltrúa. Í samtölum við borgarfulltrúana nefndu þeir allir mikilvægi þess að vera alltaf með áheyrn í borgarráði, sem þeir hefðu glatað hefðu þeir átt sameiginlegt aðalsæti í ráðinu, jafnvel þótt þeir hefðu skipt setu í ráðinu á milli sín yfir kjörtímabilið. Efri myndin sýnir skiptingu fulltrúa í ráðum borgarinnar eins og hún var ákveðin á fundi borgarstjórnar í síðustu viku, þegar allur minnihlutinn myndaði kosningabandalag. Neðri myndin sýnir áhrif þess ef Sósíalistar, Miðflokkur og Flokkur fólksins hefðu myndað þriggja manna blokk án Sjálfstæðisflokks.Þótt þetta hafi haft töluverð áhrif á ákvörðun um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn er ljóst að þeir hefðu vel getað myndað þriggja manna blokk en hafnað aðalmanni í borgarráð og haldið áheyrnarfulltrúunum. Þá er ekki loku fyrir það skotið að borgarfulltrúar hafi viljað sæti í sömu ráðum og að því leyti fengið meira út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Í velferðarráði sitja til dæmis bæði Kolbrún Baldursdóttir fyrir Flokk fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir fyrir Sósíalista. Hefðu flokkarnir þrír myndað blokk hefði bara eitt sæti í hverju ráði fengist en með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn fengu flokkarnir tvö sæti bæði í velferðarráði og mannréttinda- og lýðræðisráði. Hins vegar fengu þeir ekkert sæti í borgarráði, ekkert í skipulags- og samgönguráði og ekkert í skóla- og frístundaráði. Í þessum þremur ráðum fékk Sjálfstæðisflokkurinn öll aðalsæti minnihlutans. Að lokum verður að ætla að tilboð Sjálfstæðisflokksins um eina sæti minnihlutans í stjórn Félagsbústaða hafi vegið þungt fyrir Sósíalistaflokkinn.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 „Það er ekkert leyndarmál hvar ég tengist“ Eyþór er ennþá hluthafi í Árvakri. 24. júní 2018 19:09 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05