Ræddi við utanríkisráðherra Tyrklands vegna Hauks Hilmarssonar Höskuldur Kári Schram skrifar 13. mars 2018 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag við tyrkneskan starfsbróður sinn til að fá upplýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar sem féll í Sýrlandi í síðasta mánuði. Guðlaugur fundaði í dag með aðstandendum Hauks. Talið er að Haukur hafi látið lífið þegar tyrkneski herinn gerði sprenguárás á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í síðasta mánuði. Erfiðlega hefur gengið að fá nákvæmar upplýsingar um málið og hvar lík hans er að finna. Aðstandendur Hauks hafa kallað eftir því að íslensk stjórnvöld beiti sér af meiri krafti í málinu og funduðu þeir með utanríkisráðherra í dag. „Okkur fannst ekki mikið vera að gerast í þessum málum. Við fengum upplýsingar fljótlega eftir að þetta gerist að það væri verið að vinna í málinu en svo var ekkert að gerast. Þannig að við vorum svolítið gagnrýnin á þetta og óskuðum eftir fundi með ráðherra,“ segir Borghildur Hauksdóttir frænka Hauks. Guðlaugur segir að málið hafi verið forgangi hjá ráðuneytinu frá fyrsta degi og hann vonast til þess að hægt verði að fá niðurstöðu í það fljótlega. Hann talaði við tyrkneska utanríkisráðherrann í dag vegna málsins. „Hann tók vel í málaleitan mína og við skulum vona að það skili sér,“ segir Guðlaugur. „Við munum halda áfram þessari málaleitan og reyna draga á alla þá tengiliði sem við höfum og sem við höfum gert. Flest sendiráðin hafa verið nýtt í þessu sem og fastanefndirnar. Við höfum verið í samskiptum við nágrannalöndin og vonandi mun þetta skila þeim árangri sem við vonumst eftir,“ segir Guðlaugur. Borghildur segist vera sátt við svör ráðherra. „Það virðist vera komin einhver smá skriður á málið þannig að við erum að vonast til þess að það verði unnið núna af öllum mætti í þessu máli,“ segir Borghildur. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag við tyrkneskan starfsbróður sinn til að fá upplýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar sem féll í Sýrlandi í síðasta mánuði. Guðlaugur fundaði í dag með aðstandendum Hauks. Talið er að Haukur hafi látið lífið þegar tyrkneski herinn gerði sprenguárás á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í síðasta mánuði. Erfiðlega hefur gengið að fá nákvæmar upplýsingar um málið og hvar lík hans er að finna. Aðstandendur Hauks hafa kallað eftir því að íslensk stjórnvöld beiti sér af meiri krafti í málinu og funduðu þeir með utanríkisráðherra í dag. „Okkur fannst ekki mikið vera að gerast í þessum málum. Við fengum upplýsingar fljótlega eftir að þetta gerist að það væri verið að vinna í málinu en svo var ekkert að gerast. Þannig að við vorum svolítið gagnrýnin á þetta og óskuðum eftir fundi með ráðherra,“ segir Borghildur Hauksdóttir frænka Hauks. Guðlaugur segir að málið hafi verið forgangi hjá ráðuneytinu frá fyrsta degi og hann vonast til þess að hægt verði að fá niðurstöðu í það fljótlega. Hann talaði við tyrkneska utanríkisráðherrann í dag vegna málsins. „Hann tók vel í málaleitan mína og við skulum vona að það skili sér,“ segir Guðlaugur. „Við munum halda áfram þessari málaleitan og reyna draga á alla þá tengiliði sem við höfum og sem við höfum gert. Flest sendiráðin hafa verið nýtt í þessu sem og fastanefndirnar. Við höfum verið í samskiptum við nágrannalöndin og vonandi mun þetta skila þeim árangri sem við vonumst eftir,“ segir Guðlaugur. Borghildur segist vera sátt við svör ráðherra. „Það virðist vera komin einhver smá skriður á málið þannig að við erum að vonast til þess að það verði unnið núna af öllum mætti í þessu máli,“ segir Borghildur.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira