Vegasmálið nærtækt fordæmi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. október 2018 06:15 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti í liðnum mánuði. Fréttablaðið/Ernir Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30