Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2018 08:00 Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Vísir Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira