Heyrði þegar skinnið sprakk á ofninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2018 14:18 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/gva Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira