Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 21:19 Karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum er bannað að gefa blóð á Íslandi. Umræða hefur verið um að breyta því. Vísir/Hari Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún. Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún.
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira