„Konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu“ Guðný Hrönn skrifar 11. janúar 2018 09:45 Meistararitgerð Auðar fjallaði um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlistarsköpun. VÍSIR/ANTON BRINK Auður Viðarsdóttir, þjóðfræðingur og tónlistarkona, heldur fyrirlestur í Safnahúsinu klukkan 16.00 í dag um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist. Fyrirlesturinn er byggður á niðurstöðum rannsóknar hennar sem hún vann í meistaranámi sínu í þjóðfræði. Rannsóknin byggir á viðtölum við 17 tónlistarkonur um upplifun þeirra á tækninotkun í tónlistasköpun sinni. Auður kveðst sjálf hafa átt í stormasömu samband við tækni í sinni tónlistarsköpun í gegnum tíðina. „Stundum hef ég ekki haft nógu mikla trú á mér til að hella mér út í tæknilega vinnu. Ég skildi ekki af hverju það væri. En sá svo tækifæri í þjóðfræði til að rýna í þetta, þ.e. að skoða nánar samband fólks við tækin og tólin sem það notar til sköpunar. Tækni er orðin svo stór þáttur í vinnuumhverfi tónlistarfólks, sem fæst nú við að brúa bilið milli hins listræna eða tilfinningalega sem býr að baki tónlistarsköpun og hins formfasta og rökræna sem okkur finnst oft felast í tæknilegri vinnu með hljóð.“ Spurð út í niðurstöðu rannsóknar sinnar segir Auður: „Niðurstöð- urnar eru margþættar. En það sem var áhugavert er að sjá að tónlistarkonur eru að glíma við þessar samfélagslegu hugmyndir um að konur viti ekkert um tækni og kunni ekki að tengja græjurnar sínar. Þær sem ég talaði við höfðu nánast allar fundið fyrir þessu viðhorfi. Margar hafa upplifað að það sé efast um tæknilega getu þeirra og þær finna fyrir því að það er ekki búist við því að þær séu raunverulega manneskjan á bak við tónlistina og framleiðslu hennar,“ útskýrir Auður. Hún segir t.d. algengt að fólk spyrji tónlistarkonur hver hafi samið tónlistina þeirra.„Það er einhvern veginn ekki reiknað með því að þær geri það sjálfar.“ Auður segir líka algengt að tónlistarkonum sé boðin aðstoð við einfaldar athafnir í kringum tónleikahald, t.d. að tengja bassann sinn eða kveikja á hljómborðinu. „Og konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu.“ Þetta er lúmsktAuður kann margar dæmisögur um hvernig þessi viðhorf fólks lýsa sér, um að konur viti ekkert um tækni. „Ég hef lent í því að það sé skautað fram hjá manni. Til dæmis kom einhvern tímann karlmaður eftir tónleika og vildi spyrja út í græju sem við í hljómsveitinni vorum að vinna með. Og hann fór beint að karlkyns hljómsveitarmeðlim, sá vissi ekkert um þessa græju og ég var að reyna að skjóta inn í. En hann sá mig bara ekki,“ segir Auður og hlær. Auður segir fólk gjarnan vera með þetta viðhorf ómeðvitað. „Þess vegna er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti. Því þetta er lúmskt. Í huganum tengir fólk einfaldlega hvers kyns græjur frekar við karlmenn. Staðalmynd tónlistarkonunnar er hins vegar kynþokkafull söngkona og það tekur tíma að breyta þessum hugmyndum. En það er að gerast, sýnileiki kvenna á bak við græjurnar er alltaf að aukast,“ segir Auður sem er bjartsýn á framtíðina. „Eins og ein sagði í minni rannsókn, að með hverri og einni sýnilegri konu þá bætast kannski tíu við. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að hafa einhvern sem maður getur litið upp til.“ Tónlist Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Auður Viðarsdóttir, þjóðfræðingur og tónlistarkona, heldur fyrirlestur í Safnahúsinu klukkan 16.00 í dag um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist. Fyrirlesturinn er byggður á niðurstöðum rannsóknar hennar sem hún vann í meistaranámi sínu í þjóðfræði. Rannsóknin byggir á viðtölum við 17 tónlistarkonur um upplifun þeirra á tækninotkun í tónlistasköpun sinni. Auður kveðst sjálf hafa átt í stormasömu samband við tækni í sinni tónlistarsköpun í gegnum tíðina. „Stundum hef ég ekki haft nógu mikla trú á mér til að hella mér út í tæknilega vinnu. Ég skildi ekki af hverju það væri. En sá svo tækifæri í þjóðfræði til að rýna í þetta, þ.e. að skoða nánar samband fólks við tækin og tólin sem það notar til sköpunar. Tækni er orðin svo stór þáttur í vinnuumhverfi tónlistarfólks, sem fæst nú við að brúa bilið milli hins listræna eða tilfinningalega sem býr að baki tónlistarsköpun og hins formfasta og rökræna sem okkur finnst oft felast í tæknilegri vinnu með hljóð.“ Spurð út í niðurstöðu rannsóknar sinnar segir Auður: „Niðurstöð- urnar eru margþættar. En það sem var áhugavert er að sjá að tónlistarkonur eru að glíma við þessar samfélagslegu hugmyndir um að konur viti ekkert um tækni og kunni ekki að tengja græjurnar sínar. Þær sem ég talaði við höfðu nánast allar fundið fyrir þessu viðhorfi. Margar hafa upplifað að það sé efast um tæknilega getu þeirra og þær finna fyrir því að það er ekki búist við því að þær séu raunverulega manneskjan á bak við tónlistina og framleiðslu hennar,“ útskýrir Auður. Hún segir t.d. algengt að fólk spyrji tónlistarkonur hver hafi samið tónlistina þeirra.„Það er einhvern veginn ekki reiknað með því að þær geri það sjálfar.“ Auður segir líka algengt að tónlistarkonum sé boðin aðstoð við einfaldar athafnir í kringum tónleikahald, t.d. að tengja bassann sinn eða kveikja á hljómborðinu. „Og konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu.“ Þetta er lúmsktAuður kann margar dæmisögur um hvernig þessi viðhorf fólks lýsa sér, um að konur viti ekkert um tækni. „Ég hef lent í því að það sé skautað fram hjá manni. Til dæmis kom einhvern tímann karlmaður eftir tónleika og vildi spyrja út í græju sem við í hljómsveitinni vorum að vinna með. Og hann fór beint að karlkyns hljómsveitarmeðlim, sá vissi ekkert um þessa græju og ég var að reyna að skjóta inn í. En hann sá mig bara ekki,“ segir Auður og hlær. Auður segir fólk gjarnan vera með þetta viðhorf ómeðvitað. „Þess vegna er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti. Því þetta er lúmskt. Í huganum tengir fólk einfaldlega hvers kyns græjur frekar við karlmenn. Staðalmynd tónlistarkonunnar er hins vegar kynþokkafull söngkona og það tekur tíma að breyta þessum hugmyndum. En það er að gerast, sýnileiki kvenna á bak við græjurnar er alltaf að aukast,“ segir Auður sem er bjartsýn á framtíðina. „Eins og ein sagði í minni rannsókn, að með hverri og einni sýnilegri konu þá bætast kannski tíu við. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að hafa einhvern sem maður getur litið upp til.“
Tónlist Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp