Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Heimir Már Pétursson skrifar 11. janúar 2018 19:30 Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira