Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. nóvember 2018 06:15 Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. fréttablaðið/ernir Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. Líkt og oft vill verða náðu breytingartillögur meirihlutans fram að ganga en breytingartillögur minnihlutans voru felldar. Lánveitingarheimild til Íslandspósts (ÍSP) var felld út. Meðal þess sem fellt var má nefna tillögu Miðflokksins um að veita Krabbameinsfélagi Íslands fimmtíu milljónir króna, tillögur Samfylkingarinnar um hækkun á barnabótum og vaxtabótum um tvo milljarða til hvors málaflokks og tillögur Pírata um lækkun útgjalda til ýmissa málaflokka. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heimild ríkissjóðs til að lána ÍSP 1,5 milljarða króna til að mæta lausafjárvanda sem blasir við fyrirtækinu. Sú breytingartillaga var hins vegar dregin til baka. „Meirihluti fjárlaganefndar tók þá ákvörðun í [gærmorgun] að draga breytingartillöguna til baka og skoða málið betur. Það er til skoðunar hvort einhver frekari skilyrði verði sett fyrir þessari heimild til lánveitingar. Þá kæmi breytt breytingartillaga inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frekari skýringum áður en þessi heimild yrði veitt,“ segir Sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp, sem er nú til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd, til nýrrar heildarlöggjafar um póstþjónustu. Þar stendur meðal annars til að afnema einkarétt ÍSP á almennum bréfum. Heimildir Fréttablaðsins herma að það frumvarp spili rullu í málinu auk þess að mikilli óvissu sé háð hvort ÍSP geti með nokkru móti endurgreitt lánið. Fjárlög fara nú fyrir fjárlaganefnd áður en þriðja umræða um það hefst. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. Líkt og oft vill verða náðu breytingartillögur meirihlutans fram að ganga en breytingartillögur minnihlutans voru felldar. Lánveitingarheimild til Íslandspósts (ÍSP) var felld út. Meðal þess sem fellt var má nefna tillögu Miðflokksins um að veita Krabbameinsfélagi Íslands fimmtíu milljónir króna, tillögur Samfylkingarinnar um hækkun á barnabótum og vaxtabótum um tvo milljarða til hvors málaflokks og tillögur Pírata um lækkun útgjalda til ýmissa málaflokka. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heimild ríkissjóðs til að lána ÍSP 1,5 milljarða króna til að mæta lausafjárvanda sem blasir við fyrirtækinu. Sú breytingartillaga var hins vegar dregin til baka. „Meirihluti fjárlaganefndar tók þá ákvörðun í [gærmorgun] að draga breytingartillöguna til baka og skoða málið betur. Það er til skoðunar hvort einhver frekari skilyrði verði sett fyrir þessari heimild til lánveitingar. Þá kæmi breytt breytingartillaga inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frekari skýringum áður en þessi heimild yrði veitt,“ segir Sjálfstæðismaðurinn Páll Magnússon, nefndarmaður í fjárlaganefnd. Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp, sem er nú til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd, til nýrrar heildarlöggjafar um póstþjónustu. Þar stendur meðal annars til að afnema einkarétt ÍSP á almennum bréfum. Heimildir Fréttablaðsins herma að það frumvarp spili rullu í málinu auk þess að mikilli óvissu sé háð hvort ÍSP geti með nokkru móti endurgreitt lánið. Fjárlög fara nú fyrir fjárlaganefnd áður en þriðja umræða um það hefst.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira