Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu. Daily Mail Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi. Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi.
Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“