Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2018 18:30 Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Mynd/Vilhelm Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að sína samstöðu með Palestínumönnum eftir morð Ísraelshers á 59 manns á Gaza svæðinu í gær. Félagið Ísland Palestína stóð fyrir samkomunni og hélt Sveinn Rúnar Hauksson meðal annars tölu en hann hefur verið ötull baráttumaður fyrir frelsi Palestínu um árabil. Dagurinn í dag markar 70 ár frá upphafi þess sem Palestínumenn kalla Nakba, eða hörmungarnar, þegar milljónir Palestínumanna voru hraktir á flótta eftir stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og átakanna sem fylgdu í kjölfarið. Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér á alþjóðavísu sem og hér heima við hafa fjölmargir Íslendingar lýst yfir vanþóknun sinni á framferði Ísraelshers. Sveinn Rúnar Hauksson heldur tölu og ögmundur Jónasson fv. ráðherra veifar palestínska fánanum.Mynd/VilhelmAuk samstöðufundarins á Austurvelli í dag hafa fjölmargir lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og spjótunum ekki síst beint að Eurovision keppninni sem haldin verður í Ísrael á næsta ári. Þegar þetta er skrifað hafa um tíu þúsund manns skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland sniðgangi keppnina að ári. Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson hefur þá sagt að hann muni ekki taka þátt í forkeppninni á næsta ári og Páll Óskar Hjálmtýsson er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að taka þátt á meðan keppnin er haldin í Ísrael. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sumir hverjir brugðist við. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir að utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis bregðist við og þá sendi þingflokkur Vinstri Grænna frá sér tilkynningu í dag þar sem framferði Ísraelshers er fordæmt. Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. 15. maí 2018 12:02 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að sína samstöðu með Palestínumönnum eftir morð Ísraelshers á 59 manns á Gaza svæðinu í gær. Félagið Ísland Palestína stóð fyrir samkomunni og hélt Sveinn Rúnar Hauksson meðal annars tölu en hann hefur verið ötull baráttumaður fyrir frelsi Palestínu um árabil. Dagurinn í dag markar 70 ár frá upphafi þess sem Palestínumenn kalla Nakba, eða hörmungarnar, þegar milljónir Palestínumanna voru hraktir á flótta eftir stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og átakanna sem fylgdu í kjölfarið. Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér á alþjóðavísu sem og hér heima við hafa fjölmargir Íslendingar lýst yfir vanþóknun sinni á framferði Ísraelshers. Sveinn Rúnar Hauksson heldur tölu og ögmundur Jónasson fv. ráðherra veifar palestínska fánanum.Mynd/VilhelmAuk samstöðufundarins á Austurvelli í dag hafa fjölmargir lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og spjótunum ekki síst beint að Eurovision keppninni sem haldin verður í Ísrael á næsta ári. Þegar þetta er skrifað hafa um tíu þúsund manns skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland sniðgangi keppnina að ári. Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson hefur þá sagt að hann muni ekki taka þátt í forkeppninni á næsta ári og Páll Óskar Hjálmtýsson er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að taka þátt á meðan keppnin er haldin í Ísrael. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sumir hverjir brugðist við. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir að utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis bregðist við og þá sendi þingflokkur Vinstri Grænna frá sér tilkynningu í dag þar sem framferði Ísraelshers er fordæmt.
Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. 15. maí 2018 12:02 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi. 15. maí 2018 12:02