Vinsælasti starfsmaður hússins kvaddur í gær Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2018 08:00 Frægir leikarar og leikhúsfólk kvöddu kollega sinn í gær. Fréttablaðið/Ernir Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borgarleikhússins kom saman þar í gær en tilefnið var starfslok miðasölustjórans, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem sest er í helgan stein. Guðrún hefur starfað í Borgarleikhúsinu áratugum saman og allar götur frá því að það flutti í núverandi húsnæði árið 1989. Þar hefur hún stýrt miðasölunni undanfarin ár og fram til ársins 2013 var hún einnig yfir forsal leikhússins. „Í þann áratug sem ég hef unnið hér þá hefur það varla klikkað að Guðrún var mætt eldsnemma á morgnana og oft var hún síðust úr húsi þegar síðustu sýningu kvöldsins lauk,“ segir Erna Ýr Guðjónsdóttir, samstarfskona Guðrúnar. Það starfsfólk leikhússins sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu fréttarinnar lýsir miðasölustjóranum á einn veg. Ávallt hress og kát og að gleði hennar hafi smitað út frá sér. Þá hafi hún alltaf verið reiðubúin til að gera góðlátlegt grín að öðrum en hlegið sömuleiðis ávallt að því þegar skotið var á hana til baka. Í móttökunni í gær voru nokkrar slíkar sögur rifjaðar upp. „Sumt sprellið er eiginlega þannig að það er ekki hægt að birta það á prenti,“ segir Erna og hlær. Hún rifjar upp eitt atvik sem átti sér stað fyrir nokkru. Þá var klukkan rétt rúmlega átta, sýning kvöldsins nýhafin á sviðinu og starfsfólk móttökunnar átti ekki von á mörgum, ef einhverjum, til viðbótar. „Dagana á undan höfðum við mikið verið að ræða dans og við hvöttum Guðrúnu til að taka nokkur dansspor. Barnabarnið hennar var nýbyrjað að æfa steppdans þannig að hún tók áskoruninni og hóf að steppa á fullu,“ segir Erna. Smám saman hafi hraðinn aukist og á endanum var miðasölustjórinn kominn á þvílíkt flug. Í þeirri andrá gengu síðustu gestir kvöldsins inn í leikhúsið og fengu í raun stutta sýningu fyrir sýninguna. „Guðrún snarstoppaði í miðjum snúningi, varð eldrauð í framan og bauð fólkið velkomið í Borgarleikhúsið. Við sem vorum að vinna með henni hreinlega hrundum í gólfið af hlátri og hún fylgdi með um leið og gestirnir voru komnir inn í sal,“ segir Erna og bætir við að sagan sé lýsandi fyrir starfsandann í gegnum tíðina. „Hún er svona manneskja að það tekur fólk ekki nema sekúndu að finnast eins og það hafi þekkt hana alla ævi.“ joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira