Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. október 2018 18:45 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20