Líklegt að fleiri mál verði tekin til rannsóknar 10. október 2018 12:00 Aðsetur starfsmanna Manngildis í Stangarhyl þar sem lögreglan réðst til inngöngu í gærmorgun Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Gæsluvarðhaldsbeiðni yfir einum þeirra tíu sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, var staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn segir ekki útilokað að sambærileg mál verði tekin til skoðunar og að ráðist verði í frekari aðgerðir. Maðurinn var úrskurðarður í gæsluvarðhald í viku vegna málsins í gærkvöldi. Hann gat einn þeirra níu erlendra verkamanna sem málið snýr að ekki gert fyllilega grein fyrir sér með sannarlegum hætti og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni. Hinir átta gátu sannað hvernig þeir voru og hefur verið gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að málið sé búið að vera til rannsóknar í þó nokkurn tíma, en nýjasta málið sé síðan í apríl. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2 „Við erum búnir að vera að skoða þetta mál í um það bil fjórar vikur. Búnir að vera vinna heimavinnuna og byggja undir aðgerðir í fjórar vikur,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á fjórða tug lögreglumanna, frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra tóku þátt í aðgerðum. Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar í málinu er óljós að sögn Ásgeirs en verkamennirnir voru hér á landi á vegum leigunnar. Ásgeir segir að miðað við rannsókn og umfang málsins í gær að þá muni fleiri mál af þessum toga verði tekin til rannsóknar og líklegt að ráðist verði í frekari aðgerðir. „Ef að frekari rannsóknir á umsóknum um Íslenskar kennitölur gefa til kynna að það þurfi að fara í lögregluaðgerðir að þá verður það gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að koma verði í veg fyrir að erlendir ríkisborgarar geti fengið íslenskar kennitölur með sviksömum hætti. „Við teljum það að með því að efla skilríkjarannsóknargetu lögreglunnar og binda þannig um verklag að það fái engin íslenska kennitölu nema að persónan og skilríkin séu rannsökuð að þá mætti klárlega fækka þessum málum eða jafnvel koma í veg fyrir þau,“ segir Ásgeir. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Mennirnir sem voru handteknir í gær ekki allir strfsmenn starfsmannaleigunnar 10. október 2018 18:45 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Gæsluvarðhaldsbeiðni yfir einum þeirra tíu sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, var staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn segir ekki útilokað að sambærileg mál verði tekin til skoðunar og að ráðist verði í frekari aðgerðir. Maðurinn var úrskurðarður í gæsluvarðhald í viku vegna málsins í gærkvöldi. Hann gat einn þeirra níu erlendra verkamanna sem málið snýr að ekki gert fyllilega grein fyrir sér með sannarlegum hætti og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni. Hinir átta gátu sannað hvernig þeir voru og hefur verið gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að málið sé búið að vera til rannsóknar í þó nokkurn tíma, en nýjasta málið sé síðan í apríl. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2 „Við erum búnir að vera að skoða þetta mál í um það bil fjórar vikur. Búnir að vera vinna heimavinnuna og byggja undir aðgerðir í fjórar vikur,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á fjórða tug lögreglumanna, frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra tóku þátt í aðgerðum. Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar í málinu er óljós að sögn Ásgeirs en verkamennirnir voru hér á landi á vegum leigunnar. Ásgeir segir að miðað við rannsókn og umfang málsins í gær að þá muni fleiri mál af þessum toga verði tekin til rannsóknar og líklegt að ráðist verði í frekari aðgerðir. „Ef að frekari rannsóknir á umsóknum um Íslenskar kennitölur gefa til kynna að það þurfi að fara í lögregluaðgerðir að þá verður það gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að koma verði í veg fyrir að erlendir ríkisborgarar geti fengið íslenskar kennitölur með sviksömum hætti. „Við teljum það að með því að efla skilríkjarannsóknargetu lögreglunnar og binda þannig um verklag að það fái engin íslenska kennitölu nema að persónan og skilríkin séu rannsökuð að þá mætti klárlega fækka þessum málum eða jafnvel koma í veg fyrir þau,“ segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Mennirnir sem voru handteknir í gær ekki allir strfsmenn starfsmannaleigunnar 10. október 2018 18:45 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32
Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Mennirnir sem voru handteknir í gær ekki allir strfsmenn starfsmannaleigunnar 10. október 2018 18:45
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20