Samræmd íslenskupróf eru í stöðugri þróun Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. september 2018 09:00 Forstjóri Menntamálastofnunar varar við að of miklar ályktanir séu dregnar út frá einstaka spurningum eða sýniprófum. Vísir/Anton Brink „Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira