Hreinsuðu NATO-verkið að mestu eftir spjöllin Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 13:39 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á verkinu, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur. Mynd/Aðsend Starfsmenn Listasafns Reykjavíkur reyndu að ná mestu af óhreinindunum sem var atað yfir listaverkið Tuttugu loga á Hagatogi í gær. Forvörður tekur verkið út á morgun til að ákveða næstu skref. Svo virðist sem að um mótmæli gegn framferði Tyrkja í Sýrlandi hafi verið að ræða. Listaverkið var tjargað og fiðrað auk þess sem málað var yfir nafn Tyrklands með rauðri málningu í gær. Þá voru logar brotnir af verkinu en logarnir eiga að vera tákn um NATO-þjóðirnar tuttugu. Enginn hefur enn þorað að gangast við skemmdarverkunum undir nafni. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, hugaði að verkinu í morgun en það er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við erum að taka mesta af því núna. Svo fæ ég forvörð til þess að kíkja með mér á morgun til að sjá hvort það sé önnur efni sem þarf að nota til þess að ná þessu af almennilega,“ segir hann í samtali við Vísi.Viðkvæm efniHann segir listaverk af þessu tagi viðkvæm og oft megi efnin í þeim ekki við miklu. „Þó að þetta sé úr bronsi þá er platínuhúð sem er viðkvæm og það verður að flýta sér hægt í svoleiðis málum,“ segir Sigurður Trausti. Verkið stendur á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Það var afhjúpað árið 2002 í tilefni af stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjöll eru unnin á því. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum í gærkvöldi sagði að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt en ekkert nafn fylgdi ábendingunni. Tengdar fréttir Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. 24. mars 2018 21:45 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Starfsmenn Listasafns Reykjavíkur reyndu að ná mestu af óhreinindunum sem var atað yfir listaverkið Tuttugu loga á Hagatogi í gær. Forvörður tekur verkið út á morgun til að ákveða næstu skref. Svo virðist sem að um mótmæli gegn framferði Tyrkja í Sýrlandi hafi verið að ræða. Listaverkið var tjargað og fiðrað auk þess sem málað var yfir nafn Tyrklands með rauðri málningu í gær. Þá voru logar brotnir af verkinu en logarnir eiga að vera tákn um NATO-þjóðirnar tuttugu. Enginn hefur enn þorað að gangast við skemmdarverkunum undir nafni. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, hugaði að verkinu í morgun en það er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við erum að taka mesta af því núna. Svo fæ ég forvörð til þess að kíkja með mér á morgun til að sjá hvort það sé önnur efni sem þarf að nota til þess að ná þessu af almennilega,“ segir hann í samtali við Vísi.Viðkvæm efniHann segir listaverk af þessu tagi viðkvæm og oft megi efnin í þeim ekki við miklu. „Þó að þetta sé úr bronsi þá er platínuhúð sem er viðkvæm og það verður að flýta sér hægt í svoleiðis málum,“ segir Sigurður Trausti. Verkið stendur á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Það var afhjúpað árið 2002 í tilefni af stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjöll eru unnin á því. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum í gærkvöldi sagði að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt en ekkert nafn fylgdi ábendingunni.
Tengdar fréttir Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. 24. mars 2018 21:45 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. 24. mars 2018 21:45