Ræða Madonnu til heiðurs Arethu Franklin gagnrýnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2018 06:05 Madonna á tónlistarhátíðinni í gær. Vísir/EPA Poppdrottningin Madonna hitti ekki í mark með framkomu sinni á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. AP greinir frá. Ræða hennar til heiðurs Arethu Franklin heitinni þótti með eindæmum egósentrísk og veltu margir fjölmiðlamenn fyrir sér hvers vegna poppdrottningin hefði verið fengin til að heiðra Franklin á þessum tímamótum. Madonna var klædd til heiðurs Franklin og greip orðið áður en hún afhenti Camilu Cabello verðlaun fyrir besta myndband ársins. Hún fór ítarlega yfir eigin feril, hvernig hann hófst og vatt fram áður en hún þakkaði Franklin fyrir veittan stuðning. Cabello steig svo á svið og veitti verðlaunum viðtöku fyrir myndbandið við lagið Havana og tilkeinkaði Madonnu, sem varð sextug á dögunum, verðlaunin. Stutt myndband var spilað sem sýndi brot af fyrri hluta ferils Franklin áður en Madonna sagði söngkonuna hafa haft mikil áhrif á feril hennar. Lagið Respect, eitt frægasta lag Franklin, hljómaði á meðan kreditlistinn fyrir útsendingu kvöldsins birtist á skjánum. Ekkert tónlistaratriði var á dagskrá til að heiðra Franklin. Sumir gagnrýndu klæðaburð Madonnu en enn fleiri fyrir að stela athyglinni í eina hluta hátíðarinnar þar sem stefnt var að því að heiðra Franklin. Hún hefði miklu frekar heiðrað sjálfa sig. „Ég skil ekkert,“ sagði útvarpsmaðurinn Charlamagne Tha God á Twitter. „Ég hélt að Madonna ætti að heiðra Franklin en ég heyrði hana aðeins heiðra sjálfa sig.“ I'm so lost. I thought Madonna was supposed to be paying homage to Aretha but I all heard was her paying homage to herself. HEAVY on the Mayonnaise......— Charlamagne Tha God (@cthagod) August 21, 2018 Eftir að hafa rifjað upp þegar hún flutti frá Detroit á unglingsaldri með augun á tónlistarbransanum spurði Madonna salinn: „Þið eruð líklega að velta því fyrir ykkur hvers vegna ég er að segja ykkur þetta.“ Já, hugsuðu eflaust margir en s varið kom ekki strax heldur söng Madonna útgáfu af „You make me feel like a Natural Woman“ áður en hún hélt áfram að minnast ára sinna í París, fátæktar, gítarnáms og þar fram eftir götunum. „Veit Madonna að Madonna er ekki látin?“ spurði Katie Nolan á íþróttastöðinni ESPN á Twitter. Fleiri tóku í sama streng.Marc Snetiker á Entertaiment Weekly hafði sína skoðun.Madonna presents an Aretha Franklin tribute by Madonna featuring Madonna with Madonna and Madonna as “Madonna”— Marc (@MarcSnetiker) August 21, 2018 Madonna var einnig gagnrýnd á Billboard tónlistarhátíðinni árið 2016 þegar hún klæddist Purple Rain búningi til heiðurs Prince sem þá hafði nýlega fallið frá.„Aðeins Madonna myndi segja sögu af sjálfri sér þegar hún ætlaði að heiðra látinna blökkukonu,“ skrifaði einn aðdándi Franklin á Twitter. Tónlist Tengdar fréttir Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08 Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30 Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Poppdrottningin Madonna hitti ekki í mark með framkomu sinni á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. AP greinir frá. Ræða hennar til heiðurs Arethu Franklin heitinni þótti með eindæmum egósentrísk og veltu margir fjölmiðlamenn fyrir sér hvers vegna poppdrottningin hefði verið fengin til að heiðra Franklin á þessum tímamótum. Madonna var klædd til heiðurs Franklin og greip orðið áður en hún afhenti Camilu Cabello verðlaun fyrir besta myndband ársins. Hún fór ítarlega yfir eigin feril, hvernig hann hófst og vatt fram áður en hún þakkaði Franklin fyrir veittan stuðning. Cabello steig svo á svið og veitti verðlaunum viðtöku fyrir myndbandið við lagið Havana og tilkeinkaði Madonnu, sem varð sextug á dögunum, verðlaunin. Stutt myndband var spilað sem sýndi brot af fyrri hluta ferils Franklin áður en Madonna sagði söngkonuna hafa haft mikil áhrif á feril hennar. Lagið Respect, eitt frægasta lag Franklin, hljómaði á meðan kreditlistinn fyrir útsendingu kvöldsins birtist á skjánum. Ekkert tónlistaratriði var á dagskrá til að heiðra Franklin. Sumir gagnrýndu klæðaburð Madonnu en enn fleiri fyrir að stela athyglinni í eina hluta hátíðarinnar þar sem stefnt var að því að heiðra Franklin. Hún hefði miklu frekar heiðrað sjálfa sig. „Ég skil ekkert,“ sagði útvarpsmaðurinn Charlamagne Tha God á Twitter. „Ég hélt að Madonna ætti að heiðra Franklin en ég heyrði hana aðeins heiðra sjálfa sig.“ I'm so lost. I thought Madonna was supposed to be paying homage to Aretha but I all heard was her paying homage to herself. HEAVY on the Mayonnaise......— Charlamagne Tha God (@cthagod) August 21, 2018 Eftir að hafa rifjað upp þegar hún flutti frá Detroit á unglingsaldri með augun á tónlistarbransanum spurði Madonna salinn: „Þið eruð líklega að velta því fyrir ykkur hvers vegna ég er að segja ykkur þetta.“ Já, hugsuðu eflaust margir en s varið kom ekki strax heldur söng Madonna útgáfu af „You make me feel like a Natural Woman“ áður en hún hélt áfram að minnast ára sinna í París, fátæktar, gítarnáms og þar fram eftir götunum. „Veit Madonna að Madonna er ekki látin?“ spurði Katie Nolan á íþróttastöðinni ESPN á Twitter. Fleiri tóku í sama streng.Marc Snetiker á Entertaiment Weekly hafði sína skoðun.Madonna presents an Aretha Franklin tribute by Madonna featuring Madonna with Madonna and Madonna as “Madonna”— Marc (@MarcSnetiker) August 21, 2018 Madonna var einnig gagnrýnd á Billboard tónlistarhátíðinni árið 2016 þegar hún klæddist Purple Rain búningi til heiðurs Prince sem þá hafði nýlega fallið frá.„Aðeins Madonna myndi segja sögu af sjálfri sér þegar hún ætlaði að heiðra látinna blökkukonu,“ skrifaði einn aðdándi Franklin á Twitter.
Tónlist Tengdar fréttir Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08 Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30 Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08
Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30
Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02