Fengu dvalarleyfi eftir sporlaust hvarf fjölskylduföðurins Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira