Augnormur sást spriklandi í auga íslenskrar konu sem ferðaðist til Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 11:14 Myndir af augnormunum sem fengnar eru úr Læknablaðinu. Læknablaðið Læknar fundu orma í augum tveggja kvenna sem búsettar eru hér á landi en höfðu ferðast nýverið til Afríku. Greint er frá þessu í Læknablaðinu en þar er því haldið fram að auka þurfi árverkni gagnvart sýkingum sem hafa verið sjaldgæfar í okkar heimshluta hingað til. Fjallað er um 35 ára gamla konu frá Afríku sem leitaði til augnlæknis vegna óþæginda í auga. Hún hafði búið hér á landi í sex ár en hafði heimsótt fæðingarland sitt hálfu ári áður og dvalist þar í tvo mánuði. Að morgni komudags tók hún eftir því að eitthvað virtist hreyfast í hægra auganu. Um var að ræða fyrirbæri sem hreyfðist eftir yfirborði augans og sást með berum augum. Augnlæknirinn staðfesti kvörtun konunnar og sendi hana á augndeild, þar sem strax var leitað ráða hjá smitsjúkdómalækni. Konan var heilsuhraust að öðru leyti, en hún starfaði sem skólaliði og átti eitt heilbrigt barn. Við skoðun varð ljóst að um lifandi orm var að ræða og náðist myndupptaka af honum á síma sem má sjá hér fyrir neðan og er birt með leyfi frá Læknablaðinu.Þriggja sentímetra langur Stærð ormsins var áætluð um 3 sentímetrar á lengd og 0,5 millimetrar í þvermál út frá myndupptökunni. Augnskoðun var að öðru leyti eðlileg fyrir utan vægan roða í augnslímhúð. Var konan án tafar tekin inn á skurðstofu þar sem átti að fjarlægja orminn úr auganu, en þó náðist hann ekki þrátt fyrir að slímhúðin væri opnuð og vandlega leitað. Ormurinn sást spriklandi undir slímhúð augans Í hinu tilfellinu var um að ræða 31 árs gamla íslenska konu sem ári fyrr hafði ferðast um Afríku í fjóra mánuði. Hún var send á augndeild vegna gruns um orm undir slímhúð hægra auga. Hún hafði sýkst af hornhimnubólgu af völdum svepps í vinstra auga og einnig malaríu í Afríku en hún fékk viðeigandi meðferð við því. Auk þess hafði hún af og til haft vöðvaverki í læri og framhandlegg. Við skoðun sást ormurinn á mynd spriklandi undir slímhúð augans.Ormurinn sem fjarlægður var úr auga 31 árs gömlu konunnar.Læknablaðið.Að öðru leyti var augnskoðun án athugasemda. Í ljósi reynslunnar af fyrra tilfellinu, þar sem ormurinn náðist ekki vegna þess hve fljótur hann var að koma sér undan, var op klippt án tafar í slímhúðina og náðist ormurinn lifandi. Í báðum tilfellum var um svokallaða lóasýkingu að ræða, eða afrískum augnormur.Berst í menn með biti dádýraflugu Í Læknablaðinu er tekið fram að Lóasníkillinn Loa loa sé þráðormur sem berst í menn með biti dádýraflugu og er landlægur víða í Vestur- og Mið-Afríkur. Talið er að 10 milljónir manna séu sýktar, en 30 milljónir eru útsettar fyrir sníklinum og vangreining algeng. Á vissum svæðum Afríku er algengi sýkingarinnar meðal íbúa meira en 40 prósent. Ferðamenn geta sýkst, en hættan er sögð fremur lítil þar sem að sýkingarhættan er tengd því hversu lengi fólk er útsett. Tekið er fram í Læknablaðinu að loa smitast þegar dádýraflugur bíta fólk til blóðs, en við það berast lirfur þráðorma á þriðja þroskastigi í bitsárið. Þessar lirfur þroskast síðan í fullorðna orma á þremur mánuðum. Fullvaxta ormar geta valdið sýkingareinkennum og halda gjarnan til í undirhúð en geta ferðast um allan líkamann, þar með talið til augna. Eftir 6-12 mánuði taka hinir fullorðnu ormar að fjölga sér og geta losað mörg þúsund forlirfur í blóðrásinaHér má sjá greinina í heild í Læknablaðinu. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Læknar fundu orma í augum tveggja kvenna sem búsettar eru hér á landi en höfðu ferðast nýverið til Afríku. Greint er frá þessu í Læknablaðinu en þar er því haldið fram að auka þurfi árverkni gagnvart sýkingum sem hafa verið sjaldgæfar í okkar heimshluta hingað til. Fjallað er um 35 ára gamla konu frá Afríku sem leitaði til augnlæknis vegna óþæginda í auga. Hún hafði búið hér á landi í sex ár en hafði heimsótt fæðingarland sitt hálfu ári áður og dvalist þar í tvo mánuði. Að morgni komudags tók hún eftir því að eitthvað virtist hreyfast í hægra auganu. Um var að ræða fyrirbæri sem hreyfðist eftir yfirborði augans og sást með berum augum. Augnlæknirinn staðfesti kvörtun konunnar og sendi hana á augndeild, þar sem strax var leitað ráða hjá smitsjúkdómalækni. Konan var heilsuhraust að öðru leyti, en hún starfaði sem skólaliði og átti eitt heilbrigt barn. Við skoðun varð ljóst að um lifandi orm var að ræða og náðist myndupptaka af honum á síma sem má sjá hér fyrir neðan og er birt með leyfi frá Læknablaðinu.Þriggja sentímetra langur Stærð ormsins var áætluð um 3 sentímetrar á lengd og 0,5 millimetrar í þvermál út frá myndupptökunni. Augnskoðun var að öðru leyti eðlileg fyrir utan vægan roða í augnslímhúð. Var konan án tafar tekin inn á skurðstofu þar sem átti að fjarlægja orminn úr auganu, en þó náðist hann ekki þrátt fyrir að slímhúðin væri opnuð og vandlega leitað. Ormurinn sást spriklandi undir slímhúð augans Í hinu tilfellinu var um að ræða 31 árs gamla íslenska konu sem ári fyrr hafði ferðast um Afríku í fjóra mánuði. Hún var send á augndeild vegna gruns um orm undir slímhúð hægra auga. Hún hafði sýkst af hornhimnubólgu af völdum svepps í vinstra auga og einnig malaríu í Afríku en hún fékk viðeigandi meðferð við því. Auk þess hafði hún af og til haft vöðvaverki í læri og framhandlegg. Við skoðun sást ormurinn á mynd spriklandi undir slímhúð augans.Ormurinn sem fjarlægður var úr auga 31 árs gömlu konunnar.Læknablaðið.Að öðru leyti var augnskoðun án athugasemda. Í ljósi reynslunnar af fyrra tilfellinu, þar sem ormurinn náðist ekki vegna þess hve fljótur hann var að koma sér undan, var op klippt án tafar í slímhúðina og náðist ormurinn lifandi. Í báðum tilfellum var um svokallaða lóasýkingu að ræða, eða afrískum augnormur.Berst í menn með biti dádýraflugu Í Læknablaðinu er tekið fram að Lóasníkillinn Loa loa sé þráðormur sem berst í menn með biti dádýraflugu og er landlægur víða í Vestur- og Mið-Afríkur. Talið er að 10 milljónir manna séu sýktar, en 30 milljónir eru útsettar fyrir sníklinum og vangreining algeng. Á vissum svæðum Afríku er algengi sýkingarinnar meðal íbúa meira en 40 prósent. Ferðamenn geta sýkst, en hættan er sögð fremur lítil þar sem að sýkingarhættan er tengd því hversu lengi fólk er útsett. Tekið er fram í Læknablaðinu að loa smitast þegar dádýraflugur bíta fólk til blóðs, en við það berast lirfur þráðorma á þriðja þroskastigi í bitsárið. Þessar lirfur þroskast síðan í fullorðna orma á þremur mánuðum. Fullvaxta ormar geta valdið sýkingareinkennum og halda gjarnan til í undirhúð en geta ferðast um allan líkamann, þar með talið til augna. Eftir 6-12 mánuði taka hinir fullorðnu ormar að fjölga sér og geta losað mörg þúsund forlirfur í blóðrásinaHér má sjá greinina í heild í Læknablaðinu.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira