Rauði baróninn brjálaður út í íslenskar útvarpsstöðvar Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2018 13:30 Garðar Örn var frábær dómari en harður í horn að taka og óspar á spjöldin ef svo bar undir. vísir/arnþór Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, er farinn að láta til sín taka í tónlistarheiminum á nýjan leik en veikindi sem hann er að glíma við hafa vakið hann upp í þeim efnum. Sem dómari var Garðar lengi vel kallaður Rauði baróninn, þar sem hann gaf töluvert mörg rauð spjöld á sínum ferli. Garðar gengur undir listamannsnafninu G Hinriksson og opnaði hann sig varðandi veikindi sín í maí á þessu ári en hann er með Parkinson. Hann gaf út lagið This is My Life í vor og hefur ekki enn fengið það í spilun á íslenskum útvarpsstöðvum. Garðar setti inn myndband á YouTube í dag sem ber einfaldlega heitið Lagið sem Ísland vill ekki spila. Þar hefur hann sent forsvarsmönnum íslenskra útvarpsstöðva tóninn og gott betur en það. Með myndbandinu fylgir texti sem Garðar skrifar sjálfur og talar hann vægast sagt illa um stjórnendur útvarpsstöðva á borð við Bylgjunnar og Rás 2. Sem dæmi stendur:„Útvarpsstöðvarnar hafa engar skýringar gefið á þessari ákvörðun og hefur það farið illa í aðdáendur G Hinrikssonar sem víða hafa farið í mótmælagöngur vegna þessa. Lögreglan hefur tekið mishart á mótmælendum en þar er einna helst hér í Rússlandi sem lögreglan hefur virkilega látið finna fyrir sér. Mótmælagöngur hafa oftar en ekki verið leystar upp með táragasi og fjöldahandtökum þrátt fyrir að hafa farið fram friðsamlega í flestum tilfellum. Lögreglan hefur þó ekki látið þar við sitja því aðdáendur tónlistarmannsins hafa einnig verið eltir uppi af bæði lögreglu og hermönnum og fangelsaðir og hafa aðgerðir þeirra einna helst minnst á aðferðir KGB.“Garðar heldur svo áfram:„Í stiklunni sem fylgir fréttinni má sjá lögregluna ganga hart gegn þeim sem hafa verið að hringja í íslenskar útvarpsstöðvar og biðja um að lagið verði spila. G Hinriksson sjálfur hefur hvatt aðdáendur sín að gefast ekki upp og berjast fyrir laginu til síðasta blóðdropa.“Garðar hefur klippt saman myndbrot sem virðist vera frá Rússlandi þar sem sjá má hermenn handtaka menn af miklu offorsi. Hann líkir stöðunni á útvarpsmarkaðnum hér á landi við þær hörmungar.„Ef þið sjáið mig ekki aftur á skjánum þá er nokkuð ljóst hvað kom fyrir mig."Hér að neðan má sjá umrætt myndband. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Garðar Örn Hinriksson, er farinn að láta til sín taka í tónlistarheiminum á nýjan leik en veikindi sem hann er að glíma við hafa vakið hann upp í þeim efnum. Sem dómari var Garðar lengi vel kallaður Rauði baróninn, þar sem hann gaf töluvert mörg rauð spjöld á sínum ferli. Garðar gengur undir listamannsnafninu G Hinriksson og opnaði hann sig varðandi veikindi sín í maí á þessu ári en hann er með Parkinson. Hann gaf út lagið This is My Life í vor og hefur ekki enn fengið það í spilun á íslenskum útvarpsstöðvum. Garðar setti inn myndband á YouTube í dag sem ber einfaldlega heitið Lagið sem Ísland vill ekki spila. Þar hefur hann sent forsvarsmönnum íslenskra útvarpsstöðva tóninn og gott betur en það. Með myndbandinu fylgir texti sem Garðar skrifar sjálfur og talar hann vægast sagt illa um stjórnendur útvarpsstöðva á borð við Bylgjunnar og Rás 2. Sem dæmi stendur:„Útvarpsstöðvarnar hafa engar skýringar gefið á þessari ákvörðun og hefur það farið illa í aðdáendur G Hinrikssonar sem víða hafa farið í mótmælagöngur vegna þessa. Lögreglan hefur tekið mishart á mótmælendum en þar er einna helst hér í Rússlandi sem lögreglan hefur virkilega látið finna fyrir sér. Mótmælagöngur hafa oftar en ekki verið leystar upp með táragasi og fjöldahandtökum þrátt fyrir að hafa farið fram friðsamlega í flestum tilfellum. Lögreglan hefur þó ekki látið þar við sitja því aðdáendur tónlistarmannsins hafa einnig verið eltir uppi af bæði lögreglu og hermönnum og fangelsaðir og hafa aðgerðir þeirra einna helst minnst á aðferðir KGB.“Garðar heldur svo áfram:„Í stiklunni sem fylgir fréttinni má sjá lögregluna ganga hart gegn þeim sem hafa verið að hringja í íslenskar útvarpsstöðvar og biðja um að lagið verði spila. G Hinriksson sjálfur hefur hvatt aðdáendur sín að gefast ekki upp og berjast fyrir laginu til síðasta blóðdropa.“Garðar hefur klippt saman myndbrot sem virðist vera frá Rússlandi þar sem sjá má hermenn handtaka menn af miklu offorsi. Hann líkir stöðunni á útvarpsmarkaðnum hér á landi við þær hörmungar.„Ef þið sjáið mig ekki aftur á skjánum þá er nokkuð ljóst hvað kom fyrir mig."Hér að neðan má sjá umrætt myndband.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira