Andrius Zelenkovas, litháískur karlmaður sem lögregla lýsti eftir í gær, er fundinn heill á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þakkar veitta aðstoð við leitina.
Systir Andriusar hafði óskað eftir aðstoð við leit að honum á samfélagsmiðlum síðustu daga. Síðast hafði sést til Andriusar í byrjun ágúst er hann var á leið til Akureyrar.

