Ábyrgðarmenn námslána gætu átt kröfu á LÍN eftir nýjan dóm Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. maí 2018 08:00 Lögmaður segir ekki útilokað að LÍN hafi þegar innheimt kröfur sem teljast ólögmætar. Vísir/eyþór Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu