Ábyrgðarmenn námslána gætu átt kröfu á LÍN eftir nýjan dóm Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. maí 2018 08:00 Lögmaður segir ekki útilokað að LÍN hafi þegar innheimt kröfur sem teljast ólögmætar. Vísir/eyþór Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira