Fertugur Pizarro til Werder Bremen í fjórða sinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 30. júlí 2018 10:00 Aron Jó og Pizarro ræða málin. Þeir verða samherjar á ný á komandi leiktíð vísir/getty Perúmaðurinn Claudio Pizarro er genginn til liðs við Werder Bremen í fjórða sinn á ferlinum en hann er búinn að gera eins árs samning við þýska úrvalsdeildarliðið eftir að hafa leikið með Köln á síðustu leiktíð. Pizarro verður fertugur í október en hann hefur verið iðinn við markaskorun síðan hann kom í þýska boltann frá heimalandinu undir lok síðustu aldar. Hann er markahæsti útlendingurinn í sögu Bundesligunnar með 192 mörk í 446 leikjum fyrir Bremen, Bayern Munchen og Köln. Pizarro kom fyrst til Werder Bremen sumarið 1999 og sló í gegn á sínu öðru tímabili með liðinu og var í kjölfarið keyptur til Bayern Munchen þar sem hann lék til ársins 2007 eða þar til hann gerði fjögurra ára samning við Chelsea. Dvölin á Englandi reyndist hins vegar misheppnuð og skoraði Pizarro aðeins tvö mörk í 21 leik í ensku úrvalsdeildinni á sínu eina tímabili með Chelsea og gekk aftur í raðir Werder Bremen í kjölfarið. Í þetta skiptið lék Pizarro fjögur tímabil með Bremen áður en hann færði sig aftur um set og það aftur til Bayern Munchen. Pizarro stóð sig ágætlega í hlutverki varamanns hjá þýska stórveldinu frá 2012-2015 eða þar til hann gekk í raðir Bremen í þriðja sinn og þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall skoraði 14 mörk í 28 leikjum tímabilið 2015-2016. Hann yfirgaf svo Bremen enn einu sinni til að spila fyrir Köln á síðustu leiktíð þar sem hann gerði aðeins eitt mark í sextán leikjum en liðið féll úr þýsku úrvalsdeildinni. Pizarro mun hins vegar spila enn eitt tímabilið í Bundesligunni en Aron Jóhannsson og félagar í Bremen höfnuðu í 11.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.Claudio Pizarro can't stay away from Werder Bremen pic.twitter.com/lQxy8dvi2m— B/R Football (@brfootball) July 29, 2018 Markahæstur í sögu BremenPizarro mun að öllum líkindum leggja skóna á hilluna að næsta tímabili loknu en hann er goðsögn hjá Werder Bremen og hyggst enda ferilinn hjá félaginu. Hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Bundesligunni með 104 mörk í 206 leikjum en hann er fimmti markahæsti leikmaður Bundesligunnar frá upphafi með 192 mörk og er efstur af þeim sem eru enn að spila. Gerd Muller er efstur á þeim lista og í kjölfarið fylgja Klaus Fischer, Jupp Heynckes og Manfred Burgsmuller. Þá er Pizarro sá elsti til að skora þrennu í Bundesligunni en því meti náði hann í mars 2016 þegar hann gerði þrennu í 4-1 sigri Werder Bremen á Bayer Leverkusen. Fótbolti Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Perúmaðurinn Claudio Pizarro er genginn til liðs við Werder Bremen í fjórða sinn á ferlinum en hann er búinn að gera eins árs samning við þýska úrvalsdeildarliðið eftir að hafa leikið með Köln á síðustu leiktíð. Pizarro verður fertugur í október en hann hefur verið iðinn við markaskorun síðan hann kom í þýska boltann frá heimalandinu undir lok síðustu aldar. Hann er markahæsti útlendingurinn í sögu Bundesligunnar með 192 mörk í 446 leikjum fyrir Bremen, Bayern Munchen og Köln. Pizarro kom fyrst til Werder Bremen sumarið 1999 og sló í gegn á sínu öðru tímabili með liðinu og var í kjölfarið keyptur til Bayern Munchen þar sem hann lék til ársins 2007 eða þar til hann gerði fjögurra ára samning við Chelsea. Dvölin á Englandi reyndist hins vegar misheppnuð og skoraði Pizarro aðeins tvö mörk í 21 leik í ensku úrvalsdeildinni á sínu eina tímabili með Chelsea og gekk aftur í raðir Werder Bremen í kjölfarið. Í þetta skiptið lék Pizarro fjögur tímabil með Bremen áður en hann færði sig aftur um set og það aftur til Bayern Munchen. Pizarro stóð sig ágætlega í hlutverki varamanns hjá þýska stórveldinu frá 2012-2015 eða þar til hann gekk í raðir Bremen í þriðja sinn og þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall skoraði 14 mörk í 28 leikjum tímabilið 2015-2016. Hann yfirgaf svo Bremen enn einu sinni til að spila fyrir Köln á síðustu leiktíð þar sem hann gerði aðeins eitt mark í sextán leikjum en liðið féll úr þýsku úrvalsdeildinni. Pizarro mun hins vegar spila enn eitt tímabilið í Bundesligunni en Aron Jóhannsson og félagar í Bremen höfnuðu í 11.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.Claudio Pizarro can't stay away from Werder Bremen pic.twitter.com/lQxy8dvi2m— B/R Football (@brfootball) July 29, 2018 Markahæstur í sögu BremenPizarro mun að öllum líkindum leggja skóna á hilluna að næsta tímabili loknu en hann er goðsögn hjá Werder Bremen og hyggst enda ferilinn hjá félaginu. Hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Bundesligunni með 104 mörk í 206 leikjum en hann er fimmti markahæsti leikmaður Bundesligunnar frá upphafi með 192 mörk og er efstur af þeim sem eru enn að spila. Gerd Muller er efstur á þeim lista og í kjölfarið fylgja Klaus Fischer, Jupp Heynckes og Manfred Burgsmuller. Þá er Pizarro sá elsti til að skora þrennu í Bundesligunni en því meti náði hann í mars 2016 þegar hann gerði þrennu í 4-1 sigri Werder Bremen á Bayer Leverkusen.
Fótbolti Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira