Heiða Rún dó í síðasta þætti Poldark Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 11:00 Heiða Rún hefur slegið í gegn sem leikkona utan landsteinanna en hún er menntuð í London. Hér til vinstri sést Elizabeth Warleggan á dánarbeðinum. Vísir/Getty Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed á alþjóðlegri grundu, hefur leikið í sínum síðasta Poldark-þætti. Heiða lék eitt aðalhlutverk síðustu þriggja þáttaráða en persóna hennar, Elizabeth Warleggan, lést í lokaþætti fjórðu þáttaraðarinnar sem sýnd í var í gær.Þeir lesendur sem ekki vilja vita meira um lokaþáttinn eru hér með varaðir við áframhaldandi lestri. Í fréttinni verður fjallað frekar um andlát Elizabeth.Poldark er bresk þáttaráð sem hóf göngu sína á BBC1 árið 2015 og hefur Heiða leikið í þáttunum frá fyrsta degi. Hún tjáir sig um andlát Elizabeth í samtali við breska miðilinn The Sun og segist þar hafa vitað af endalokum Elizabeth í nokkurn tíma. „Ég mun sakna allra svo mikið... nema korselettsins míns, ég mun ekki sakna þess,“ segir Heiða kímin og bætir við að hún sé yfirfull þakklætis í garð samstarfsfélaga sinna í þáttunum og Poldark-aðdáenda.Thank you all for your super sweet words! And as always, thanks for watching! All my love,Heida Reed x https://t.co/HLWA7D3CJM— Heida Reed (@ReedHeida) July 29, 2018 Elizabeth, persóna Heiðu, var ástkona aðalsöguhetju þáttanna, Ross Poldarks sjálfs, en ástarþríhyrningur þeirra og eiginkonu Ross, Demelza, var eitt af meginstefum síðari þáttaraða. Í lokaþættinum sem sýndur var á BBC1 í Bretlandi í gærkvöldi tók Elizabeth inn mixtúru til að koma af stað fæðingu barns síns. Seyðið kom barninu í heiminn en varð Elizabeth að bana.Atriðið var afar tilfinningaþrungið og ætla má að tár hafi glitrað á hvarmi margra áhorfenda þegar Ross Poldark kyssti ástina sína í hinsta sinn.BBC/SkjáskotFimmta þáttaröð Poldark verður frumsýnd á næsta ári en ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Heiðu. Hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu ásamt unnusta sínum, Sam Ritzenberg, og fór síðast með aðalhlutverk þáttanna um Stellu Blómkvist sem frumsýndir voru í fyrra.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein