Febrúarspá Siggu Kling - Hrúturinn: Þessi húmor kemur þér nefnilega út úr svartnættinu 2. febrúar 2018 09:00 Elsku hjartans Hrúturinn minn, þú ert svo miklu sterkari persóna en þú getur ímyndað þér og allir í kringum þig sjá þig sem svo sjálfsöruggan og kraftmikinn, en í hjarta þínu er mikil feimni en þú passar svo vel að enginn sjái þitt innra eðli. Stundum er erfiðast að vera sterkastur og hafa ekki í sér að biðja aðra um ráð eða dómgreind vegna þess að allir halda að þú sért svo sterkur. Styrkleiki þinn felst svo miklu meira en þú heldur í því að vera einlægur og leyfa barninu í þér blómstra. Þú ert fyrirmynd svo margra og heldur fólki oft á floti í kringum þig með uppörvandi orðum og heillandi framkomu, en núna undanfarið hefurðu dottið inn í svartholið og þú gerir þér fulla grein fyrir því og veist alveg hvað þú þarft að gera til að koma þér út úr því. Ég elska hvað þú ert drepfyndinn og ég myndi segja að fyndnasta merkið væri akkúrat falið í þér. Þessi húmor kemur þér nefnilega út úr svartnættinu og þegar líður á febrúar er eins og þú fáir kraft vorsins og finnist allt svo spennandi og auðvelt. Miklar breytingar eru þó að mæta þér, þó aðallega í líðan og að þú sjáir að þú hefur fullkomna stjórn á aðstæðum og í þeirri orku líður þér best. Í þér býr orðasnilld. Þá er ég ekki að segja að þú þurfir að vera fullkominn í íslensku, heldur dregurðu alla með þér um leið og þú sérð að þú ert frábær ræðumaður og hefur svo sterka og áhrifaríka rödd, burtséð frá tungumáli. Það eru spennandi tímar fram undan en þú ert að missa þolinmæðina á því að það gerist eitthvað sem er nógu spennandi, því að þú vinnur best undir spennu og þegar brjálað er að gera. Þessi tími er að koma, svo þú skalt svolítið njóta þín núna, því það er ekkert svo mikið að gerast – það er líka dásamlegt, því þá nær maður núllpunktinum. Á þessum tíma safnarðu ótrúlegum krafti til að spyrna við fótum og standa fast á þínu. Ef þú ert á lausu þá býr í þér mikill veiðimaður, en mundu það að veiðimaðurinn vill oft veiða og sleppa, það mun ekki henta þér elskan mín, það er innantómt hjakk sem gefur þér ekkert. Þið sem eruð í sterkum samböndum hafið valið ykkur manneskju sem gefur ykkur öryggi og jarðtengir ykkur eins og sterkt tré. Þegar þú ert kominn á þann stað að finna öryggi í ástinni skaltu halda þig við þann stað því þá blómstrarðu miklu betur. Þú þarft að umvefja tilfinningarnar, bæði jákvæðar og neikvæðar og muna að þú ert fullkominn. – Perfect (Ed Sheeran) Kossar og knús – þín Sigga KlingFrægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Elsku hjartans Hrúturinn minn, þú ert svo miklu sterkari persóna en þú getur ímyndað þér og allir í kringum þig sjá þig sem svo sjálfsöruggan og kraftmikinn, en í hjarta þínu er mikil feimni en þú passar svo vel að enginn sjái þitt innra eðli. Stundum er erfiðast að vera sterkastur og hafa ekki í sér að biðja aðra um ráð eða dómgreind vegna þess að allir halda að þú sért svo sterkur. Styrkleiki þinn felst svo miklu meira en þú heldur í því að vera einlægur og leyfa barninu í þér blómstra. Þú ert fyrirmynd svo margra og heldur fólki oft á floti í kringum þig með uppörvandi orðum og heillandi framkomu, en núna undanfarið hefurðu dottið inn í svartholið og þú gerir þér fulla grein fyrir því og veist alveg hvað þú þarft að gera til að koma þér út úr því. Ég elska hvað þú ert drepfyndinn og ég myndi segja að fyndnasta merkið væri akkúrat falið í þér. Þessi húmor kemur þér nefnilega út úr svartnættinu og þegar líður á febrúar er eins og þú fáir kraft vorsins og finnist allt svo spennandi og auðvelt. Miklar breytingar eru þó að mæta þér, þó aðallega í líðan og að þú sjáir að þú hefur fullkomna stjórn á aðstæðum og í þeirri orku líður þér best. Í þér býr orðasnilld. Þá er ég ekki að segja að þú þurfir að vera fullkominn í íslensku, heldur dregurðu alla með þér um leið og þú sérð að þú ert frábær ræðumaður og hefur svo sterka og áhrifaríka rödd, burtséð frá tungumáli. Það eru spennandi tímar fram undan en þú ert að missa þolinmæðina á því að það gerist eitthvað sem er nógu spennandi, því að þú vinnur best undir spennu og þegar brjálað er að gera. Þessi tími er að koma, svo þú skalt svolítið njóta þín núna, því það er ekkert svo mikið að gerast – það er líka dásamlegt, því þá nær maður núllpunktinum. Á þessum tíma safnarðu ótrúlegum krafti til að spyrna við fótum og standa fast á þínu. Ef þú ert á lausu þá býr í þér mikill veiðimaður, en mundu það að veiðimaðurinn vill oft veiða og sleppa, það mun ekki henta þér elskan mín, það er innantómt hjakk sem gefur þér ekkert. Þið sem eruð í sterkum samböndum hafið valið ykkur manneskju sem gefur ykkur öryggi og jarðtengir ykkur eins og sterkt tré. Þegar þú ert kominn á þann stað að finna öryggi í ástinni skaltu halda þig við þann stað því þá blómstrarðu miklu betur. Þú þarft að umvefja tilfinningarnar, bæði jákvæðar og neikvæðar og muna að þú ert fullkominn. – Perfect (Ed Sheeran) Kossar og knús – þín Sigga KlingFrægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira