Segir óboðlegt að klósett fyrir fatlaða séu nýtt sem geymsla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 15:49 Myndirnar sem Helga Sigrún tók á klósettinu fyrir fatlaða á Hverfisbarnum um helgina. mynd/helga sigrún Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. Það sé þó auðvitað óboðlegt að staðan sé þannig. Gunnar notast við hjólastól og segist ekki láta fötlunina stöðva sig í að fara út að skemmta sér. Aðgengismál fyrir fatlaða megi hins vegar vera betri á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur. Helga Sigrún Hermannsdóttir, nemi í efnaverkfræði, er vinkona Gunnars og var með honum í bænum umrætt kvöld. Hún setti inn færslu á Twitter þar sem hún benti á að fólk sem notast við hjólastól fari líka á djammið og þurfi líka að fara á klósettið. „Takið þetta til ykkar sem vinnið á skemmtistöðum. Fatlaðra klósett er ekki geymsla,“ segir Helga í færslunni á Twitter. Hún nafngreindi ekki staðinn fyrst en eftir að hafa sent Hverfisbarnum skilaboð á Facebook með ábendingum um fatlaðra klósettið og fengið svör sem hún var ekki sátt við ákvað hún að segja frá því á Twitter um hvaða stæð væri að ræða. Birti hún þá einnig myndir af dótinu sem var inni á klósettinu og sagði frá því að hún og Gunnar hefðu þurft að bíða í allt að 10 mínútur eftir starfsmanni til að rýma herbergið.Þau pirruðu mig þannig her eru myndirnar. Þetta er aðstaðan sem bauðst eftir allavega 7-10 minutna bið eftir starfsmönnum til að rýma klósettið. Y’ALL. pic.twitter.com/cSml72oNne — H. Sig (@heilooog) April 3, 2018 Sá sem svaraði Helgu fyrir hönd Hverfisbarsins á Facebook sagði að ef hún gæti bent þeim á auka geymslurými þá myndu þeir þiggja það með þökkum. Annars yrði að nýta það pláss sem væri í húsinu. Það eigi að vera hægt að færa þá hluti sem þarna eru á einni til tveimur mínútum og því eigi þetta ekki að vera vandamál fyrir þá sem þurfa að komast á fatlaðra klósettið.Vildi ekki gera neitt úr málinu „Þegar Helga tók þessar myndir þá eiginlega bannaði ég henni það því ég vildi ekki gera neitt úr þessu en svo eins og hún segir, þá á að gera eitthvað úr þessu því þetta er náttúrulega ekki boðlegt. Við komum þarna inn og þá er klósettið fullt af stólum. Það þarf því að rýma klósettið og ég komst að klósettinu en svo var stóll að detta á mig sem var raðað við hliðina á mér og síðan komst ég ekki að vaskinum til að þvo mér um hendurnar. Það var í rauninni bara rýmd leiðin að klósettinu,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann segist síðan ekki alveg skilja svarið sem Hverfisbarinn sendi Helgu þar sem þarna hafi verið klósett áður og því væntanlega einhvers staðar geymslurými áður en fatlaðra klósettinu var breytt í geymslu. Gunnar segir það ekki einsdæmi að fatlaðra klósett séu notuð sem geymsla. Þannig hafi hann lent í svipuðu atviki á skemmtistaðnum Fróni á Selfossi. Þar hafi ástandið reyndar verið verra þar sem herbergið hafi verið svo troðfullt af dóti að ekki hafi verið hægt að rýma það. Gunnar tekur það fram að hann hafi ekkert út á dyraverðina og starfsmennina á Hverfisbarnum að setja; þeir séu allir alltaf mjög almennilegir við hann. Þá sé Hverfisbarinn einn af fáum stöðum í miðbæ Reykjavíkur sem hann kemst án þess að þurfa að fá aðstoð. Gunnar segir jafnframt að almennt séu dyraverðir á skemmtistöðum mjög vingjarnlegir og hjálplegir við hann þegar hann fari út að skemmta sér. Tengdar fréttir Bæta þarf úr aðgengi fatlaðra að fótboltavöllum Úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk á íslenskum fótboltavöllum leiddi í ljós að víða þarf að gera miklar úrbætur. 21. janúar 2018 12:30 Aðgengismál fatlaðra í Háskóla Íslands: „Einfaldlega ótækt fyrir stærsta og elsta háskóla landsins“ Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands gerði óformlega úttekt á aðgengismálum í skólanum í tilefni Lítilla jafnréttisdaga. 1. mars 2017 15:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Gunnar Karl Haraldsson, nemi í tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, kveðst hættur að pirra sig á slæmu aðgengi fyrir fatlaða en hann lenti í því á Hverfisbarnum á laugardag að komast ekki óhindrað á klósettið fyrir fatlaða þar sem það er nýtt sem geymsla. Það sé þó auðvitað óboðlegt að staðan sé þannig. Gunnar notast við hjólastól og segist ekki láta fötlunina stöðva sig í að fara út að skemmta sér. Aðgengismál fyrir fatlaða megi hins vegar vera betri á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur. Helga Sigrún Hermannsdóttir, nemi í efnaverkfræði, er vinkona Gunnars og var með honum í bænum umrætt kvöld. Hún setti inn færslu á Twitter þar sem hún benti á að fólk sem notast við hjólastól fari líka á djammið og þurfi líka að fara á klósettið. „Takið þetta til ykkar sem vinnið á skemmtistöðum. Fatlaðra klósett er ekki geymsla,“ segir Helga í færslunni á Twitter. Hún nafngreindi ekki staðinn fyrst en eftir að hafa sent Hverfisbarnum skilaboð á Facebook með ábendingum um fatlaðra klósettið og fengið svör sem hún var ekki sátt við ákvað hún að segja frá því á Twitter um hvaða stæð væri að ræða. Birti hún þá einnig myndir af dótinu sem var inni á klósettinu og sagði frá því að hún og Gunnar hefðu þurft að bíða í allt að 10 mínútur eftir starfsmanni til að rýma herbergið.Þau pirruðu mig þannig her eru myndirnar. Þetta er aðstaðan sem bauðst eftir allavega 7-10 minutna bið eftir starfsmönnum til að rýma klósettið. Y’ALL. pic.twitter.com/cSml72oNne — H. Sig (@heilooog) April 3, 2018 Sá sem svaraði Helgu fyrir hönd Hverfisbarsins á Facebook sagði að ef hún gæti bent þeim á auka geymslurými þá myndu þeir þiggja það með þökkum. Annars yrði að nýta það pláss sem væri í húsinu. Það eigi að vera hægt að færa þá hluti sem þarna eru á einni til tveimur mínútum og því eigi þetta ekki að vera vandamál fyrir þá sem þurfa að komast á fatlaðra klósettið.Vildi ekki gera neitt úr málinu „Þegar Helga tók þessar myndir þá eiginlega bannaði ég henni það því ég vildi ekki gera neitt úr þessu en svo eins og hún segir, þá á að gera eitthvað úr þessu því þetta er náttúrulega ekki boðlegt. Við komum þarna inn og þá er klósettið fullt af stólum. Það þarf því að rýma klósettið og ég komst að klósettinu en svo var stóll að detta á mig sem var raðað við hliðina á mér og síðan komst ég ekki að vaskinum til að þvo mér um hendurnar. Það var í rauninni bara rýmd leiðin að klósettinu,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann segist síðan ekki alveg skilja svarið sem Hverfisbarinn sendi Helgu þar sem þarna hafi verið klósett áður og því væntanlega einhvers staðar geymslurými áður en fatlaðra klósettinu var breytt í geymslu. Gunnar segir það ekki einsdæmi að fatlaðra klósett séu notuð sem geymsla. Þannig hafi hann lent í svipuðu atviki á skemmtistaðnum Fróni á Selfossi. Þar hafi ástandið reyndar verið verra þar sem herbergið hafi verið svo troðfullt af dóti að ekki hafi verið hægt að rýma það. Gunnar tekur það fram að hann hafi ekkert út á dyraverðina og starfsmennina á Hverfisbarnum að setja; þeir séu allir alltaf mjög almennilegir við hann. Þá sé Hverfisbarinn einn af fáum stöðum í miðbæ Reykjavíkur sem hann kemst án þess að þurfa að fá aðstoð. Gunnar segir jafnframt að almennt séu dyraverðir á skemmtistöðum mjög vingjarnlegir og hjálplegir við hann þegar hann fari út að skemmta sér.
Tengdar fréttir Bæta þarf úr aðgengi fatlaðra að fótboltavöllum Úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk á íslenskum fótboltavöllum leiddi í ljós að víða þarf að gera miklar úrbætur. 21. janúar 2018 12:30 Aðgengismál fatlaðra í Háskóla Íslands: „Einfaldlega ótækt fyrir stærsta og elsta háskóla landsins“ Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands gerði óformlega úttekt á aðgengismálum í skólanum í tilefni Lítilla jafnréttisdaga. 1. mars 2017 15:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Bæta þarf úr aðgengi fatlaðra að fótboltavöllum Úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk á íslenskum fótboltavöllum leiddi í ljós að víða þarf að gera miklar úrbætur. 21. janúar 2018 12:30
Aðgengismál fatlaðra í Háskóla Íslands: „Einfaldlega ótækt fyrir stærsta og elsta háskóla landsins“ Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands gerði óformlega úttekt á aðgengismálum í skólanum í tilefni Lítilla jafnréttisdaga. 1. mars 2017 15:00