Finna þarf urðunarstað fyrir óvirkan úrgang á Suðurlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. október 2018 07:30 Sífellt minna sorp er urðað en eftir stendur úrgangur eins og múrbrot, gler og uppmokstur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ „Það er öllum ljóst að þetta er brýnt úrlausnarefni. Bæjarstjórnin vill hins vegar stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að bæta við urðunarstað í sveitarfélaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, en meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafna nýtingu Nessands fyrir urðunarstað. Í viljayfirlýsingu sorpsamlaga á Suðvesturlandi, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, segir að nauðsynlegt sé að þessir aðilar sameinist um lausnir eins og kostur er. Hámarkshagkvæmni verði náð með því að hver og einn leggi sitt til lausna sem nýst geti öðrum. Meðal þessara lausna er fyrirhuguð gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi sem ætlað er að breyta lífrænum úrgangi í lífdísil og sorpbrennsla Kölku á Reykjanesi. Fyrir liggur að urðun verði hætt í Álfsnesi 2020 og finna þarf stað fyrir urðun óvirks úrgangs. Var nýr urðunarstaður hugsaður sem framlag Suðurlands í þetta samstarf. „Við höfum verið í viðræðum við Sorpstöð Suðurlands um urðunarstað sem tæki að hluta til við af Álfsnesi. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss kemur mér svolítið á óvart því það hefur legið í loftinu að það væri vilji fyrir þessu. Þarna yrðu um 20 þúsund tonn urðuð á ári og ekki yrði um að ræða úrgang sem rotnar eða fýkur,“ segir Björn H. Halldórsson, forstjóri Sorpu. Elliði segir að ýmislegt hafi breyst frá því 2009 þegar Nessandur hafi verið talinn ákjósanlegur staður fyrir urðun. „Matvælavinnslan er nær og sérstaða Ölfuss sem matvælaklasa hefur breyst. Svo höfum við hér fyrirtæki í vatnsútflutningi.“ Hann bendir á að urðunarstaður hafi verið í sveitarfélaginu fram til 2009. Nessandur hafi aðeins verið einn af níu stöðum sem hafi þótt koma til greina. „Það þarf að setja aukna áherslu á að leysa þetta og við munum fara í þá vinnu með okkar samstarfsaðilum,“ segir Elliði. Fulltrúar O-listans í bæjarstjórn Ölfuss greiddu atkvæði gegn tillögunni um að hafna urðunarstað á Nessandi. Í bókun minnihlutans segir að það sé samfélagsleg ábyrgð að taka þátt í því að leita lausna í þessum málaflokki. Engar forsendur séu fyrir því að leggjast gegn því að viðkomandi urðunarstaður verði áfram skoðaður sem valmöguleiki. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, segir samvinnu á þessu sviði mikilvæga og að styrkleikar hvers aðila séu nýttir. „Þessi gamla ímynd af sorpurðun á ekki lengur við. Þetta er allt annað í dag þegar búið er að taka lífræna úrganginn út og engin lyktarmál fyrir hendi. Hugmyndafræðin er samt sú að urða sem allra minnst. Aukin áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að eftir standa efni sem eru frekar föst og ekki fokgjörn.“ Hann segir enga niðurstöðu komna í málið en finnist rétti staðurinn eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Við ákváðum að halda áfram að skoða okkar möguleika en það þarf að kanna möguleikana á svæðinu betur. Nú reynum við að spýta í lófana og sjá hvort við getum ekki leyst þetta.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Hrunamannahreppur Ölfus Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Það er öllum ljóst að þetta er brýnt úrlausnarefni. Bæjarstjórnin vill hins vegar stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að bæta við urðunarstað í sveitarfélaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, en meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafna nýtingu Nessands fyrir urðunarstað. Í viljayfirlýsingu sorpsamlaga á Suðvesturlandi, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, segir að nauðsynlegt sé að þessir aðilar sameinist um lausnir eins og kostur er. Hámarkshagkvæmni verði náð með því að hver og einn leggi sitt til lausna sem nýst geti öðrum. Meðal þessara lausna er fyrirhuguð gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi sem ætlað er að breyta lífrænum úrgangi í lífdísil og sorpbrennsla Kölku á Reykjanesi. Fyrir liggur að urðun verði hætt í Álfsnesi 2020 og finna þarf stað fyrir urðun óvirks úrgangs. Var nýr urðunarstaður hugsaður sem framlag Suðurlands í þetta samstarf. „Við höfum verið í viðræðum við Sorpstöð Suðurlands um urðunarstað sem tæki að hluta til við af Álfsnesi. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss kemur mér svolítið á óvart því það hefur legið í loftinu að það væri vilji fyrir þessu. Þarna yrðu um 20 þúsund tonn urðuð á ári og ekki yrði um að ræða úrgang sem rotnar eða fýkur,“ segir Björn H. Halldórsson, forstjóri Sorpu. Elliði segir að ýmislegt hafi breyst frá því 2009 þegar Nessandur hafi verið talinn ákjósanlegur staður fyrir urðun. „Matvælavinnslan er nær og sérstaða Ölfuss sem matvælaklasa hefur breyst. Svo höfum við hér fyrirtæki í vatnsútflutningi.“ Hann bendir á að urðunarstaður hafi verið í sveitarfélaginu fram til 2009. Nessandur hafi aðeins verið einn af níu stöðum sem hafi þótt koma til greina. „Það þarf að setja aukna áherslu á að leysa þetta og við munum fara í þá vinnu með okkar samstarfsaðilum,“ segir Elliði. Fulltrúar O-listans í bæjarstjórn Ölfuss greiddu atkvæði gegn tillögunni um að hafna urðunarstað á Nessandi. Í bókun minnihlutans segir að það sé samfélagsleg ábyrgð að taka þátt í því að leita lausna í þessum málaflokki. Engar forsendur séu fyrir því að leggjast gegn því að viðkomandi urðunarstaður verði áfram skoðaður sem valmöguleiki. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, segir samvinnu á þessu sviði mikilvæga og að styrkleikar hvers aðila séu nýttir. „Þessi gamla ímynd af sorpurðun á ekki lengur við. Þetta er allt annað í dag þegar búið er að taka lífræna úrganginn út og engin lyktarmál fyrir hendi. Hugmyndafræðin er samt sú að urða sem allra minnst. Aukin áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að eftir standa efni sem eru frekar föst og ekki fokgjörn.“ Hann segir enga niðurstöðu komna í málið en finnist rétti staðurinn eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Við ákváðum að halda áfram að skoða okkar möguleika en það þarf að kanna möguleikana á svæðinu betur. Nú reynum við að spýta í lófana og sjá hvort við getum ekki leyst þetta.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Hrunamannahreppur Ölfus Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira