Vilja mynda nýjan meirihluta fyrir helgi Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. maí 2018 08:00 Um allt land er verið að mynda nýja meirihluta. Ferlið er misjafnlega flókið eftir sveitarfélögum. Vísir/ernir Viðræður um meirihluta eru víða að komast á góðan skrið. Í Mosfellsbæ hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG ákveðið að hefja viðræður um endurnýjun meirihlutasamstarfs. Flokkarnir voru áður í meirihluta með samtals sex af níu fulltrúum en eru nú með fimm af níu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einum manni. „Það er ekki gott að segja hversu langan tíma þær munu taka. En við reynum að flýta því eftir föngum,“ segir Bjarki Bjarnason, oddviti VG í Mosfellsbæ. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og BF/Viðreisnar í Kópavogi höfðu sagt við Fréttablaðið að ef nægjanlegt fylgi fengist í kosningunum til þess að halda meirihlutasamstarfinu áfram væri eðlilegt að kanna þann möguleika. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er oddvita framboðsins, Ármanni Kr. Ólafssyni, þar vandi á höndum því ekki er eining á meðal bæjarfulltrúanna um hvort Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti BF/Viðreisnar, sé álitlegasti samstarfsaðilinn. Hvorki Ármann né Theodóra svöruðu símtölum Fréttablaðsins í gær. Staðan í Hafnarfirði breyttist verulega í kosningunum enda bauð Björt framtíð, sem var í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, ekki fram lista. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm kjörna bæjarfulltrúa af ellefu. „Það er ekkert að frétta,“ segir Rósa. Nú fari tíminn í að kynnast fólki úr öðrum framboðum óformlega.Rósa GuðbjartsdóttirMeirihlutaviðræðum í Árborg miðar vel að sögn Helga Sigurðar Haraldssonar, oddvita Framsóknar og óháðra. Framsókn ræðir meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Miðflokkinn og Áfram Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn um helgina. „Við erum bara að tala um það sem menn lögðu áherslur á fyrir kosningar. Slípa það til þannig að menn séu sammála um það næstu fjögur árin,“ segir Helgi Sigurður. Hann segir að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að vænta þess að nýr meirihluti líti dagsins ljós fyrir helgi. Á Ísafirði var hreinn meirihluti Í-listans felldur. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn horfi helst til samstarfs við Framsóknarflokkinn en útiloki þó ekki samstarf við Í-listann. Hann túlkar niðurstöður kosninga þannig að kjósendur hafi verið að hafna stjórn Ísafjarðarlistans. Daníel segir að brýnustu verkefnin séu að standa vörð um hagsmuni bæjarins gagnvart ríkinu og öðrum í brýnum verkefnum. „Í öðru lagi held ég að fólk vilji meiri stefnufestu. Það hefur verið slegið úr og í með ýmis verkefni hérna í bænum,“ segir Daníel og nefnir þar verkefni eins og byggingu sundlaugar og fjölnota íþróttahúss, sem Í-listinn hafi lengi verið á móti en hafi síðan allt í einu verið orðinn hlynntur. „Í þriðja lagi að ná góðri samstöðu í bæjarstjórn. Fólk er orðið þreytt á karpi,“ segir Daníel og tekur jafnframt fram að stefnuskrár framboðanna hafi ekki verið ólíkar. „Þetta er meira svona blæbrigðamunur.“Nýr meirihluti tekur við í Vesturbyggð.Vísir/egillÁ döfinni Ný sýn hlaut hreinan meirihluta í Vesturbyggð og tekur við stjórnartaumunum af Sjálfstæðisflokknum. Þannig er ljóst að nýr bæjarstjóri mun taka við af Ásthildi Sturludóttur. Iða Marsibil Sæmundsdóttir, oddviti Nýrrar sýnar, segir að starf bæjarstjórans verði auglýst. Eyjalistinn í Vestmannaeyjum hitti bæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, í gær. Eyjalistinn er í ákveðinni oddastöðu þar sem hin framboðin fengu þrjá menn kjörna hvort en Eyjalistinn einn mann. Fulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri eru þegar byrjaðir að funda um nýjan meirihluta. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir að flokkarnir finni samhljóm sín á milli. Í Garðabæ náði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta og bætti við sig einum manni þrátt fyrir að hafa fengið sameinað framboð Garðabæjarlistans á móti sér. Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri. Í Borgarbyggð hafa Samfylking, VG og Sjálfstæðismenn handsalað samkomulag um að ráðast í meirihlutaviðræður. Sjálfstæðismenn fengu tvo fulltrúa í kosningunum, VG tvo og Samfylking einn, en Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa. Samfylking og Framsókn stefna á meirihluta á Akranesi. Óskað verður eftir því að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð voru í meirihlutasamstarfi fyrir kosningar, en meirihlutinn féll. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Úrslitin óbreytt í Hafnarfirði: „Þetta var grátlega tæpt“ Samfylkingin og VG óskuðu eftir endurtalningunni vegna þess hversu litlu munaði að annar flokkurinn næði manni inn. 28. maí 2018 22:16 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Viðræður um meirihluta eru víða að komast á góðan skrið. Í Mosfellsbæ hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG ákveðið að hefja viðræður um endurnýjun meirihlutasamstarfs. Flokkarnir voru áður í meirihluta með samtals sex af níu fulltrúum en eru nú með fimm af níu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einum manni. „Það er ekki gott að segja hversu langan tíma þær munu taka. En við reynum að flýta því eftir föngum,“ segir Bjarki Bjarnason, oddviti VG í Mosfellsbæ. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og BF/Viðreisnar í Kópavogi höfðu sagt við Fréttablaðið að ef nægjanlegt fylgi fengist í kosningunum til þess að halda meirihlutasamstarfinu áfram væri eðlilegt að kanna þann möguleika. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er oddvita framboðsins, Ármanni Kr. Ólafssyni, þar vandi á höndum því ekki er eining á meðal bæjarfulltrúanna um hvort Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti BF/Viðreisnar, sé álitlegasti samstarfsaðilinn. Hvorki Ármann né Theodóra svöruðu símtölum Fréttablaðsins í gær. Staðan í Hafnarfirði breyttist verulega í kosningunum enda bauð Björt framtíð, sem var í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, ekki fram lista. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm kjörna bæjarfulltrúa af ellefu. „Það er ekkert að frétta,“ segir Rósa. Nú fari tíminn í að kynnast fólki úr öðrum framboðum óformlega.Rósa GuðbjartsdóttirMeirihlutaviðræðum í Árborg miðar vel að sögn Helga Sigurðar Haraldssonar, oddvita Framsóknar og óháðra. Framsókn ræðir meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Miðflokkinn og Áfram Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn um helgina. „Við erum bara að tala um það sem menn lögðu áherslur á fyrir kosningar. Slípa það til þannig að menn séu sammála um það næstu fjögur árin,“ segir Helgi Sigurður. Hann segir að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að vænta þess að nýr meirihluti líti dagsins ljós fyrir helgi. Á Ísafirði var hreinn meirihluti Í-listans felldur. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn horfi helst til samstarfs við Framsóknarflokkinn en útiloki þó ekki samstarf við Í-listann. Hann túlkar niðurstöður kosninga þannig að kjósendur hafi verið að hafna stjórn Ísafjarðarlistans. Daníel segir að brýnustu verkefnin séu að standa vörð um hagsmuni bæjarins gagnvart ríkinu og öðrum í brýnum verkefnum. „Í öðru lagi held ég að fólk vilji meiri stefnufestu. Það hefur verið slegið úr og í með ýmis verkefni hérna í bænum,“ segir Daníel og nefnir þar verkefni eins og byggingu sundlaugar og fjölnota íþróttahúss, sem Í-listinn hafi lengi verið á móti en hafi síðan allt í einu verið orðinn hlynntur. „Í þriðja lagi að ná góðri samstöðu í bæjarstjórn. Fólk er orðið þreytt á karpi,“ segir Daníel og tekur jafnframt fram að stefnuskrár framboðanna hafi ekki verið ólíkar. „Þetta er meira svona blæbrigðamunur.“Nýr meirihluti tekur við í Vesturbyggð.Vísir/egillÁ döfinni Ný sýn hlaut hreinan meirihluta í Vesturbyggð og tekur við stjórnartaumunum af Sjálfstæðisflokknum. Þannig er ljóst að nýr bæjarstjóri mun taka við af Ásthildi Sturludóttur. Iða Marsibil Sæmundsdóttir, oddviti Nýrrar sýnar, segir að starf bæjarstjórans verði auglýst. Eyjalistinn í Vestmannaeyjum hitti bæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, í gær. Eyjalistinn er í ákveðinni oddastöðu þar sem hin framboðin fengu þrjá menn kjörna hvort en Eyjalistinn einn mann. Fulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri eru þegar byrjaðir að funda um nýjan meirihluta. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir að flokkarnir finni samhljóm sín á milli. Í Garðabæ náði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta og bætti við sig einum manni þrátt fyrir að hafa fengið sameinað framboð Garðabæjarlistans á móti sér. Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri. Í Borgarbyggð hafa Samfylking, VG og Sjálfstæðismenn handsalað samkomulag um að ráðast í meirihlutaviðræður. Sjálfstæðismenn fengu tvo fulltrúa í kosningunum, VG tvo og Samfylking einn, en Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa. Samfylking og Framsókn stefna á meirihluta á Akranesi. Óskað verður eftir því að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð voru í meirihlutasamstarfi fyrir kosningar, en meirihlutinn féll.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Úrslitin óbreytt í Hafnarfirði: „Þetta var grátlega tæpt“ Samfylkingin og VG óskuðu eftir endurtalningunni vegna þess hversu litlu munaði að annar flokkurinn næði manni inn. 28. maí 2018 22:16 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Grétar Þór Eyþórsson telur að botninum sé náð hvað dræma kjörsókn varðar. 27. maí 2018 14:15
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30
Úrslitin óbreytt í Hafnarfirði: „Þetta var grátlega tæpt“ Samfylkingin og VG óskuðu eftir endurtalningunni vegna þess hversu litlu munaði að annar flokkurinn næði manni inn. 28. maí 2018 22:16