Ljósmæður búnar að semja Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 17:29 Kjaradeila ljósmæðra við ríkið hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Vísir/Vilhelm Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira