Knattspyrnan oft haft áhrif á afmælisfögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2018 15:15 Skúli Jón Friðgeirsson segir kærustu sína, Jennifer Berg, þurfa að sjá um afmæliskökuna fyrir liðsfélagana í KR. Fréttablaðið/Þórsteinn Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira