„Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 16:46 Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018
Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira