Ford segir arftakann hafa „neglt“ hlutverk Han Solo Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Alden Ehrenreich, hinn ungi Han Solo, má vel við una þar sem sá gamli, Harrison Ford, hrósar honum í hástert fyrir frammistöðuna í Solo. Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðsheiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. Á sínum tíma var eiginlega ómögulegt annað en að heillast af þessum sjálfumglaða utangarðsmanni og smyglara. Þroskasaga Solo í A New Hope, The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi er líka ósköp falleg. Hvernig hann breytist úr sjálfselskum málaliða, sem gerir ekki neitt fyrir neinn án þess að græða á því, í fórnfúsan uppreisnarherforingja sem nær ástum prinsessunnar en fær ekkert konungsríki, hvorki heilt né hálft. Til þess að toppa þetta allt saman er Han Solo vitaskuld djarfasti og besti flugmaðurinn í gervallri stjörnuþokunni, á svalasta geimfar sem sögur fara af, The Millenium Falcon, og besti vinur hans er rúmlega tveggja metra urrandi geimgórilla eða eitthvað álíka. Leikarinn ungi Alden Ehrenreich var því ekki öfundsverður af því verkefni að túlka ungan Han Solo í sjálfstæðu Star Wars-myndinni Solo: A Star Wars Story. Hann virðist þó hafa sloppið nokkuð og eini gagnrýnandinn sem skiptir raunverulegu máli, sjálfur Harrison Ford, hefur ausið hann lofi. Leikstjóri myndarinnar, Ron Howard, hefur upplýst í viðtali við Vanity Fair að Ford hafi séð myndina tvisvar og hafi hringt sérstaklega í sig til þess að hrósa Ehrenreich. Howard segist aldrei hafa heyrt Ford jafn ákafan um nokkurn skapaðan hlut. Hann sé algerlega heillaður og hafi sagt: „Alden negldi þetta. Hann gerði þetta að sínu.“ Ford kom hvergi nærri hugmyndavinnunni að forsögunni en hann hitti Ehrenreich yfir hádegisverði áður en tökur hófust í fyrra og gaf honum góð ráð. Hann greindi persónuna með unga manninum og fór yfir samtöl sín við George Lucas forðum þegar þeir voru að þróa persónuna. Ómetanlegt innleg sem gagnaðist Ehrenreich vel þegar á hólminn var komið, að sögn Kathleen Kennedy sem öllu ræður hjá Lucasfilm. Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðsheiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. Á sínum tíma var eiginlega ómögulegt annað en að heillast af þessum sjálfumglaða utangarðsmanni og smyglara. Þroskasaga Solo í A New Hope, The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi er líka ósköp falleg. Hvernig hann breytist úr sjálfselskum málaliða, sem gerir ekki neitt fyrir neinn án þess að græða á því, í fórnfúsan uppreisnarherforingja sem nær ástum prinsessunnar en fær ekkert konungsríki, hvorki heilt né hálft. Til þess að toppa þetta allt saman er Han Solo vitaskuld djarfasti og besti flugmaðurinn í gervallri stjörnuþokunni, á svalasta geimfar sem sögur fara af, The Millenium Falcon, og besti vinur hans er rúmlega tveggja metra urrandi geimgórilla eða eitthvað álíka. Leikarinn ungi Alden Ehrenreich var því ekki öfundsverður af því verkefni að túlka ungan Han Solo í sjálfstæðu Star Wars-myndinni Solo: A Star Wars Story. Hann virðist þó hafa sloppið nokkuð og eini gagnrýnandinn sem skiptir raunverulegu máli, sjálfur Harrison Ford, hefur ausið hann lofi. Leikstjóri myndarinnar, Ron Howard, hefur upplýst í viðtali við Vanity Fair að Ford hafi séð myndina tvisvar og hafi hringt sérstaklega í sig til þess að hrósa Ehrenreich. Howard segist aldrei hafa heyrt Ford jafn ákafan um nokkurn skapaðan hlut. Hann sé algerlega heillaður og hafi sagt: „Alden negldi þetta. Hann gerði þetta að sínu.“ Ford kom hvergi nærri hugmyndavinnunni að forsögunni en hann hitti Ehrenreich yfir hádegisverði áður en tökur hófust í fyrra og gaf honum góð ráð. Hann greindi persónuna með unga manninum og fór yfir samtöl sín við George Lucas forðum þegar þeir voru að þróa persónuna. Ómetanlegt innleg sem gagnaðist Ehrenreich vel þegar á hólminn var komið, að sögn Kathleen Kennedy sem öllu ræður hjá Lucasfilm.
Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira