Segja hættulegt fyrir blaðamenn að starfa í Palestínu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. maí 2018 20:00 Fræðimennirnir Juman Ali Quneis og Mohammad Abu Alrob héldu erindi sín í Hákóla Íslands í dag. Mynd/Frikki Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Höfði friðarsetur, Alþjóðamálastofnun og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna stóðu fyrir opnum fundi í Háskóla Íslands í morgun um stöðu fjölmiðla í Palestínu. Í máli tveggja sérfræðinga fjölmiðladeildar Birzeit háskóla í Palestínu kom meðal annars fram að starfsskilyrði fjölmiðlamanna í palestínu séu nær ómöguleg. Þau telja Ísraelsher gera blaðamenn að sérstökum skotmörkum en til að mynda voru tveir blaðamenn á meðal þeirra 60 sem létust í mótmælunum á Gaza svæðinu í síðustu viku. Juman Ali Quneis, deildarstjóri fjölmiðladeildar skólans, segir 85 fréttamenn hafa verið drepna frá árinu 1972 þar af meirihlutinn á síðastliðnum tíu árum. „Allir blaðamenn sem fjalla um viðburði, jafnvel friðsæla viðburði, geta átt hættu á því að vera drepnir, handteknir eða skotnir af ísraelska hernum. Jafnvel þó að þeir klæðist jakka sem gefur til kynna að þeir séu fjölmiðlamenn er það áhættusamt,“ segir hún. Þá segir hún það mismunandi eftir löndum hvernig fjallað sé um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. „Því miður er Ísrael almennt séð öflugt í að koma málstað sínum á framfæri. Ef þú skoðar umfjöllun BBC eða CNN eru fréttir um málstað Palestínumanna óskýrar og ekki ofarlega á fréttalistanum,“ segir hún og nefnir dæmi um að opnun Bandaríska sendiráðsins hafi víða verið gert hærra undir höfði heldur en þeim 60 Palestínumönnum sem féllu í mótmælunum á dögunum. Erindi Mohammad Abu Alrob, lektors við fjölmiðladeildina, sneri að notkun samfélagsmiðla í tengslum við átökin á milli Palestínu og Ísrael. Hann segir tilkomu samfélagsmiðla hafa komið sér afar vel fyrir málstað Palestínu en hins vegar sé það tvíeggja sverð þar sem Palestínumenn segjast finna fyrir miklum hatursáróðri af hálfu Ísraelsmanna. „Ein palestínsk rannsóknsókn sýndi til dæmis fram á að árið 2007 hafi um hálf miljón færsla á samfélagsmiðlum í Ísrael flokkast undir hatursáróður. Það er um það bil ein færsla á mínútu.“ Hann segir að þessu fylgi aukið réttlæti á ofbeldi gagnvart Palestínumönnum. Þá séu Palestínumenn heldur ekki alsaklausir hvað hatursáróður varðar en harðar refsingar fylgi því fyrir Palestínumann að setja eitthvað á samfélagsmiðla sem Ísrael gæti túlkað sem hatursáróður.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira