Mannekla veldur kvíða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Anna Kristine Magnúsdóttir, blaðamaður og kattavinur, segir stöðuna í manneklu heimahjúkrunar alvarlega fyrir fólk eins og hana. Fréttablaðið/Anton Brink Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira