Mannekla veldur kvíða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Anna Kristine Magnúsdóttir, blaðamaður og kattavinur, segir stöðuna í manneklu heimahjúkrunar alvarlega fyrir fólk eins og hana. Fréttablaðið/Anton Brink Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira